Monday, March 14, 2011

Fab five

Góð upphitun fyrir komandi átök í March Madness er að horfa á heimildamyndina um The Fab Five.
20 ár eru síðan þeir komu fram á sjónarsviðið saman. Fab Five er gælunafn nýliða Michigan háskólans árið 1991 sem mynduðu eitt sterkasta lið i sögu NCAA.
Við erum að tala um Chris Webber, Jalen Rose, Juwan Howard, Jimmy King og Ray Jackson. Strax á fyrsta ári höfðu þeir myndað þetta svakalega lið og sem freshmenn og sophmores mynduðu þeir byrjunarlið Michigan í 304 leikjum af 350.
Sérstaklega góður kafli í myndinni er þegar ,,ruslatalarinn" (e. trash talk) Jalen Rose fór yfir baráttuna við Duke á þessum árum. Þeir sem að þekkja J. Rose þá kallaði hann ekki allt ömmu sína og hikaði ekki við að rífa kjaft við ,,fínu og ríku pabbastákanna" Grant Hill, Christian Donald Leattner og Bobby Hurley í Duke.
Það sem vakið hefur athygli við gerð þessarar myndar og eftir að hún var sýnd er að C-Webb er hvergi sjáanlegur í henni. Engin viðtöl, bara ekkert. Hvar er Webber? Af hverju tók hann ekki þátt í þessu?
Tengt efni, viðtal við 3 af fab five á ESPN: