Wednesday, March 27, 2013

Stjarnan-Keflavík: Rýnt í tölurnar fyrir leik 3


Ég man seint eftir jafnmikilli fjölmiðlaumfjöllun og umtal um einn körfuboltaleik líkt og við höfum nú upplifað eftir leik 2 milli Keflavíkur og Stjörnunnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Dominos deildinni. Leikmenn að lemja hvorn annan, "floppa" og drulla yfir mann og annan á vellinum á meðan á leik stóð. Leikmaður og þjálfari í sínu hvoru liðinu fengust meira að segja til að orðhöggvast í fjölmiðlum. Þetta ætti ekki að hafa varið framhjá þeim sem hafa fylgst með Ruslinu á Facebook eða Twitter í vikunni.

En nóg af slíkri umfjöllun. Nú skulum við snúa okkur að því sem mestu máli skiptir: Tölfræði! Rennum yfir tölurnar í fyrstu tveimur leikjunum og getum okkur til um hvað þarf að gerast í þeim þriðja.

Leikur 1
Pace
ORgt
DRgt
Stjarnan
81,08
125,80
106,07
Keflavík
81,08
106,07
125,80
Leikur 2
Pace
ORgt
DRgt
Keflavík
88,86
112,54
97,91
Stjarnan
88,86
97,91
112,54

Leikhraði skiptir miklu máli í viðureignum þessara liða. Bæði lið vilja keyra upp hraðann en Stjörnunni gengur betur að spila hægari bolta en Keflavík. Leikhraði í sigurleikjum Stjörnunnar er 84,1 sókn en 86,0 sóknir í sigurleikjum Keflavíkur. Bæði lið eru mjög áþekk í tapleikjum sínum.

Stjarnan hafði stjórn á fyrsta leiknum, hélt leikhraðanum í 81 sókn og uppskar sigur. Leikur 2 hins vegar var í eign Keflavíkur með leikhraða í 88 sóknum sem er vel yfir meðaltali Stjörnunnar og akkúrat í þægindaramma Keflavíkur. Keflavík er með leikhraða að meðaltali 86,0 í sigurleikjum sínum á tímabilinu.

Varnargildi (DRgt) Stjörnunnar eru umtalsvert lægri í sigurleikjum liðsins en í tapleikjunum eða 98,6 á móti 117,9. Að því gefnu er liðið að vinna frekar í leikjum þar sem framtakssemi í vörn er meiri.

Fráköst eru mikilvæg fyrir Keflavík og er hlutfall eigin frákasta af fráköstum andstæðings í sigurleikjum liðsins 1,25 - sem þýðir að Keflavík tekur um fjórðungi fleiri frákasta en andstæðingurinn í sigurleikjum. Þetta hlutfall er ekki eins hátt hjá Stjörnunni.

Bæði lið eru mjög skilvirk í sókn með sóknargildi (ORgt) yfir meðallagi í deildinni. Bæði lið skora a.m.k. eitt stig að meðaltali í um helmingi sókna sinna, sem er yfir meðallagi.  Því er sóknarleikur ekki vandamál fyrir bæði liðið. 

Stjarnan þarf að ná stjórn á leikhraðanum og spila agaðan sóknarleik og herða upp vörnina. Keflavík þarf hins vegar að keyra upp hraðan og stíga grimmt úr í öllum fráköstum.

Líkindin eru hliðholl Stjörnunni í þessum leik en ég treysti mér ekki til að spá fyrir um úrslit hans. Spennan fyrir leikinn er orðin óbærileg og veltur þetta að mörgu leyti aðeins á því hvort liðið höndlar pressuna betur og fylgir því eftir sem þjálfararnir hafa lagt upp með.

Mynd fengin að láni frá Karfan.is

Tuesday, March 19, 2013

Dómarar NBA deildarinnar drulla upp á bak



Dómarar mega ekki endurskoða atburðinn hafi þeir ekki dæmt neitt. Hafi þeir dæmt körfuna ólöglega mega þeir fara að skjánum til að ganga úr skugga um hvort dómurinn hafi verið réttur. Ekkert dæmt nema karfa góð í þessu tilfelli og þá mega þeir ekki skoða þetta aftur á skjánum.

Boltinn er að hluta til innan súlunnar sem ímynduð er frá hringnum eins og myndin hér að neðan sýnir.


Réttur dómur eftir leiðréttingu, en aðgerðir dómara hins vegar ekki samkvæmt reglubókinni.

LeBron James aflífar Jason Terry

Þetta var ekki taunt... hann var bara að tékka hvort Terry væri ekki örugglega enn að draga andann.

Monday, March 18, 2013

Friday, March 15, 2013

Ruslakistan #7

Tom Chambers gat troðið...


Tröllatroðsla frá Lorenzo Bradshaw í KFÍ

"Tyrone Bradshaw í KFÍ splæsti í flottustu troðslu sem ég hef séð á Íslandi á öllum mínum ferli sem leikmaður og áhugamaður. SHIT." - Kjartan A. Kjartansson, Stjörnunni.


Thursday, March 7, 2013

New Orleans Failicans

Hornets/Pelicans ákváðu að dekka vitlausa körfu í innkasti gegn Lakers á lokamínútu leiksins. Tröllvaxið FAIL hjá þessu annars seinheppna liði. Eru þetta ekki atvinnumenn í körfubolta annars?

LA Clippers eða Harlem Globetrotters?

Wednesday, March 6, 2013

Til hamingju með afmælið Shaq



Eitthvert svakalegasta blokk sem fest hefur verið á filmu

Ótrúleg hæð...

Ekki heima hjá mér vinur

Serge Ibaka rekur þessa troðslutilraun Dwight Howard ofan í kokið á honum aftur.

Russell Westbrook leikur sér að Lakers

Óhætt að segja að "góði" Russ hafi verið in-a-zone.

Mjöööög vel gert hjá Monta Ellis

JJ Barea líkir Ray Allen við kvenmannssköp



Það næsta sem 30 for 30 myndaserían frá ESPN ætlar að bjóða okkur upp á

Minnesota Timberwolves Harlem Shake

...eða þannig.

Monday, March 4, 2013

Dennis Rodman stýrir friðarviðræðum Bandaríkjanna og N-Kóreu

Þessi heldur því fram að LeBron James sé á sterum

Nei?! Í alvöru???

Tvífarar dagsins


Hvernig er veðrið þarna uppi?

Vissum öll að LeBron James getur stokkið út úr byggingunni, en hér hafið þið skjáskot af alley-oop tilraun drengsins á móti Knicks í nótt þar sem sést hversu FÁRÁNLEGA hátt uppi hann er. Vissulega er sjónarhornið að ýkja þetta eitthvað en það er engu líkara en hann sé með HANDARKRIKANN við hringinn. Þetta er bara lögbrot og mál fyrir alþjóðadómstóla hvað þetta er mikill íþróttamaður.

Hættið að hata manninn og njótið á meðan þetta er í boði.


Alan Anderson skellir Larry Sanders í gólfið

...og tryggir framlengingu í þokkabót.

Denver Nuggets - Harlem Shake

Tvö orð: JaVale McGee

Ótrúlegur bözzer í high school boltanum

Brilljant ákvörðun hjá leikmanni nr. 20 hjá Mt. Vernon að gefa boltann tveimur stigum yfir og með tvær sekúndur eftir af klukkunni.

Stay classy Ibaka

All ball... Líka vel leikið hjá Griffin.

Kobe er að troða yfir mann og annan þessa dagana

Friday, March 1, 2013

Hjalti Friðriks með bözzer gegn KFÍ

Kobe treður í grímuna á Pekovic

Nokkur atriði sem þarf að nefna við þetta myndband. Takið eftir því hvað Kobe þarf stuttan tíma til að skilja Derrick Williams eftir í rykinu. Dwight Howard kemur vinstra megin að Williams til að setja hindrun fyrir Kobe. Williams lítur eitt örlítið sekúndubrot til vinstri - FRÁ KOBE. Eitt ööörlítið augnablik sem hann tekur augun af einum allra besta körfuboltaleikmanni jarðar... og borgar fyrir það dýrum dómi.

Kobe þarf ekki meira.  Þrátt fyrir "háan" aldur er hann með gríðarlega öflugt fyrsta skref og "footwork" sem ætti að vera í skólabókum til að kenna ungum körfuboltaleikmönnum.  

Pek reynir svo að bæta upp fyrir þessi öööörlitlu mistök hans Derrick Williams og borgar einnig fyrir það dýrum dómi... með smettið á plakati og í SportCenter highlights.

Poetry in motion.

Ricky Rubio með enn eina fáránlegu sendinguna

Hvað er að frétta með þennan dreng?!

Joakim Noah með dýrari týpuna af þrennu

23 stig, 21 frákast og 11 varin skot... uhmmm ok.

Gamla hælspyrnu sendingin... nei bíddu.

Ruslakistan #6

Ekki örvænta Nem... þú átt vini.


Mynd sem segir meira en þúsund orð


Miami Heat fara all in í Harlem Shake

Það sem ég sé í þessu myndbandi:
  • Birdman er snillingur
  • LeBron James er kóngurinn
  • Chris Bosh veit ekkert hvað hann er að gera
  • Dwyane Wade er með bangsahausinn
  • Mario Chalmers flottur í Super Mario búningnum
  • Haslem með slökkviliðshjálminn
Hvað sjáið þið?



Ef ríkjandi NBA meistarar þora að gera Harlem Shake myndband þá hljóta fleiri lið í Dominos deildinni að slá til.... komaso!