Thursday, March 29, 2012

Lokastaða IEX deildar karla út frá CGM

Nú þegar deildarkeppninni er lokið og staðan klár fyrir úrslitakeppnina er ekki úr vegi að taka stöðuna á hvernig liðin raðast út frá "Correlated Gaussian Method" til að hægt sé að ráða í úrslit leikja fyrstu umferðar.


Sömu lið eru í 8 efstu sætunum og í lokastöðunni þó uppröðunin sé ólík.  CGM gerði ráð fyrir einu tapi í viðbót hjá Grindvíkingum sem virtust eitthvað vera að slaka á keyrslunni í lokaumferðum deildarinnar.  Með þetta að leiðarljósi er hægt að ráða í úrslitin í fyrstu leikjunum í úrslitakeppninni.


Úrslitakeppni
U1-L1   
GRINJA73,8%26,2%
KRTIN82,7%17,3%
ÞÓRSNÆ56,3%43,7%
STJKEF59,1%40,9%
U1-L2   
NJAGRI22,1%77,9%
TINKR27,2%72,8%
SNÆÞÓR58,0%42,0%
KEFSTJ55,3%44,7%
U1-L3   
GRINJA--
KRTIN--
ÞÓRSNÆ56,3%43,7%
STJKEF59,1%40,9%


Skv CGM er allt útlit fyrir að Grindavík og KR klári sínar viðureignir í tveim leikjum, en Þór Þorlákshöfn og Stjarnan fari áfram á eftir þrjá leiki.  Einhverra hluta vegna hafa Njarðvíkingar betri líkur á því að vinna Grindvíkinga á þeirra heimavelli skv þessum útreikningum, en ég geri ekki ráð fyrir að þetta verði mikil fyrirstaða fyrir Grindvíkinga.  KR-ingar eru með líkurnar með sér í sinni viðureign gegn Tindastól en vitað er að það lið er erfiður ljár í þúfu á heimavelli og kæmi mér ekkert á óvart að þessi viðureign endaði 2-1 fyrir KR þrátt fyrir það sem hér að framan stendur.  Hinar tvær viðureignirnar eru hins vegar galopnar og verða mjög spennandi.

Monday, March 12, 2012

D-Wade klárar Pacers

Vel gert dómarar að dæma ekki villu á þetta.  Wade bjó til allt contact þarna.  Vel gert Wade að setja þetta niður... sæll!  Mikið að einhver af the Big Three þori að taka síðasta skotið.



Jújú... Bron var búinn að jafna leikinn fyrir þá líka...



Þetta er svo mikil geðsýki



Gallinari með handle



Monday, March 5, 2012

Timmy-D sest í tímavélina

Skrúfar tíman aftur um c.a. áratug...





D-Will grillar Charlotte Bobcats

D-Will setti félagsmet fyrir New Jersey Nets í nótt og droppaði á þá 57 stig og var að sökkva djömperum út um allt á vellinum.





Ekki svo klötsj




Hvað er að gerast í hausnum á LeBron James þessa dagana?! Fyrst endirinn á Stjörnuleiknum og nú þetta?! Gott og blessað að maðurinn sé að koma félögum sínum með í leikinn en öllu má nú ofgera.  Ákvörðunartaka hans á lokasekúndum leiks Miami og Utah um helgina er hreint með ólíkindum.

Eftir að Devin Harris hafði komið Utah einu stigi yfir með three-point-play með rúmlega 4 sekúndur eftir er King James kominn með boltann efst á lyklinum.  Allir á jörðinni búast við því að maðurinn ráðist á körfuna eða takið skotið til að klára leikinn.  Heldur betur ekki.  Gerir nákvæmlega það sem (frábær) vörnin hjá Utah Jazz vill að hann geri... gefi boltann frá sér.  Og hvern gefur hann á?  Nú, engan annan en stórskyttuna Udonis Haslem sem fleygir upp múrsteini.

Haslem er vægast sagt slakur kostur á þessu augnabliki með 40% nýtingu það sem af er þessu tímabili.  Hann er einnig með 34% eFG nýtingu í stökkskotum utan teigs í vetur.  Clutch tölfræðin hans er heldur ekki upp á marga fiska en hann er með 25% eFG nýtingu við þær aðstæður.  Tölfræði fengin frá 82games.com.

Skoðum aðeins möguleikana sem standa fyrir LeBron og Heat á þessu augnabliki:
  1. Ráðast á körfuna, taka skotið, fá villu eða soga að sér alla varnarmenn liðsins og finna þá einhvern opinn mann nær körfunni til að klára dæmið.
  2. Battier er opinn í horninu augnabliki síðar.
  3. Wade köttar eftir endalínunni með Gordon Hayward á sér sem gæti í besta falli brotið á honum, fengi Wade boltann undir körfunni.
  4. Chalmers er galopinn uppi eftir að Harris fer á móti Haslem í skotinu.
Slappt leikskipulag og enn slakari framkvæmd á ögurstundu hjá LeBron James og félögum í Miami Heat.  Þetta, dömur mínar og herrar, er ástæðan fyrir því að þessi ótrúlegi íþróttamaður er ekki enn búinn að landa titli fyrir sitt lið.  Áður fyrr hafði hann enga menn til að hjálpa sér og þurfti því að gera allt sjálfur, en nú þegar hann hefur nóg af hjálparkokkum er pressan orðin of mikil að hann geti höndlað hana.

Stundum fá blokkarar stöppuna oní kok