Wednesday, December 7, 2011

Spá fyrir IEX deild karla

Í upphafi tímabils fáum við alltaf spár frá fjölmiðlum um lokastöðu deildarinnar. Þær spár eru (eðlilega) oft ekki nákvæmar en byggðar á samsetningu liðs í upphafi leiktíðar og tilfinningu blaðamanna fyrir hvernig því liði muni vegna á leiktíðinni. Til er tölfræðileg aðferð til að áætla eða "spá" fyrir um árangur liða sem er byggð á meðaltölum, ferviki og samviki á stigaskori liða vs. stigaskori andstæðinga þeirra. Svokölluð "Correlated Gaussian Method".

Þessi aðferð hefur skilað þónokkuð nákvæmum spám fyrir NBA lið en þess ber þó að geta að 82 leikir gefa mun betra úrtak til könnunar en 22 leikir.

Ég brá á það ráð að heimfæra þessa aðferð á Iceland Express deild karla til að kanna áætlaðan árangur liðanna og þá stöðu deildarinnar í lok leiktíðar. Nokkur atriði sem þó þarf að hafa í huga varðandi þessa athugun:
  • Eins og áður sagði skiptir stærð úrtaks mjög miklu máli um nákvæmni útkomunnar en til þess að fá fleiri leiki í úrtakið bætti ég við leikjum liðanna í Lengjubikarnum (að undanskildum leikjum liðanna gegn liðunum í 1. deild).
  • Spáin tekur ekki tillit til hvernig dagskrá liðanna lítur út heldur byggir aðeins á sögulegum gögnum.
  • Mikil frávik í stigaskori og úrslitum liða dregur úr áætluðum árangri. Lið sem eru samkvæm sjálfum sér (consistent) ná meiri árangri en önnur sambærileg lið. Stöðugleiki í stigaskori er lykillinn að velgengni samkvæmt þessari athugun.

#
Lið
W
L
W/L%
Win%
StDev
Sæti
Spá W
Spá L
1
Grindavík
13
0
100,00%
94,88%
8,56
1
21
1
2
Stjarnan
7
4
63,64%
71,64%
12,40
2
16
6
3
Keflavík
10
3
76,92%
71,55%
12,28
3
16
6
4
Snæfell
6
6
50,00%
64,59%
8,46
8
14
8
5
Þór Þorlákshöfn
7
5
58,33%
62,63%
10,11
5
14
8
6
Njarðvík
7
4
63,64%
54,59%
16,50
6
12
10
7
KR
7
4
63,64%
53,58%
16,52
4
12
10
8
ÍR
4
7
36,36%
33,47%
13,62
7
7
15
9
Fjölnir
3
8
27,27%
29,26%
9,58
9
6
16
10
Haukar
3
8
27,27%
27,84%
14,21
11
6
16
11
Tindastóll
2
9
18,18%
16,81%
9,14
10
4
18
12
Valur
0
11
0,00%
6,59%
9,02
12
1
21

Sjá má á töflunni hér að ofan vinningshlutfall liðanna það sem af er leiktíð (með Lengjubikar), áætlað vinningshlutfall (Win%), staðalfrávik í mismun stigaskors milli liðs og andstæðinga (StDev), í hvaða sæti liðin eru þegar þetta er skrifað og svo spá um stöðu deildarinnar í lok tímabils. Töflunni er raðað upp eftir Win%.

Grindavík nánast ósigrað alla leiktíðina með aðeins einn tapleik og miðað við hvernig liðið hefur spilað framan af ætti það svosem ekki að vera ólíklegt. Stjarnan og Keflavík nánast hnífjöfn í 2. og 3. sæti.  Athygli vekur að Íslandsmeistararnir eru fyrir miðri deild í 7. sæti miðað við þetta. Mínir menn hins vegar í sínu venjulega 8. sæti. Snæfell eru með minnsta staðalfrávikið í mismuni á stigaskori sem gefur til kynna mjög stöðugan leik en eru aðeins of mikið á taphliðinni til að komast ofar í töfluna.

Út frá þessu má álykta að þau lið sem spila stöðugan leik og sigra oftast haldast ofarlega í töflunni líkt og Grindavík sem er að vinna alla leiki sína með 14 stigum að meðaltali. Lið sem spila "stöðugan" leik en tapa oftast eru neðarlega í töflunni sbr. Valur sem hefur tapað öllum leikjum sínum með 15 stigum að meðaltali. Lið sem spila óstöðugan bolta, vinna stórt og tapa svo stórt og óreglulega líka, lenda oftast við miðjuna. Tökum sem dæmi KR sem hefur unnið 7 af 11 leikjum sínum í vetur en hæsta gildi sigurs er 36 en lægsta gildi taps -26. Sveiflurnar eru miklar sem sést best í staðalfráviki KR sem er 16,52 - hæst í deildinni (rétt fyrir ofan Njarðvík).