Tuesday, April 24, 2012

Úrslit IEX deildar karla - Grindavík vs. Þór Þorlákshöfn

Nú er komið að því sem allir hafa beðið eftir.  Tvö sterkustu varnarlið deildarinnar mætast í úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta 2012.  Því er best að renna yfir tölur liðanna það sem af er tímabilinu og sjá hvort ekki sé hægt að spá í spilin fyrir um hver muni stíga upp sem sigurvegari í þessu móti.

Liðin áttust við í þremur leikjum í vetur, einn leikur í Lengjubikarnum þar sem Grindavík vann öruggan sigur snemma á tímabilinu og svo sópaði hins vegar Þór deildarseríu liðanna 2-0.  Staðan er því 2-1 milli þessara liða, Þór í hag, þegar kemur að úrslitakeppninni.

Hvað segir CGM aðferðin?  Jú, Grindavík sigraði deildina með þónokkrum yfirburðum og vega því þungt þegar líkurnar eru reiknaðar milli þessarra liða.  Líkurnar í Grindavík eru 72/28 Grindavík í vil og í Þorlákshöfn eru þær 41/59, einnig Grindavík í vil.  Ég ætla að leyfa mér að vera ósammála þessum líkindum. Þar sem mér finnst leitnin hafa verið þveröfug á seinni hluta tímabilsins.

Þór var fyrsta liðið í deildinni sem lagði díselvélina í Grindavík af velli og það gerðist í Grindavík, öllum að óvörum.  Eftir það fór Grindavíkur liðið að hiksta örlítið og brestir að myndast í brynjunni.

Ef við skoðum fyrri leiki þessarra liða sjáum við hvað Grindavík gjörsigrar fyrsta leikinn en í hinum tveimur fer varnar leikur Grindavíkur að gefa eftir og sóknarleikur Þórs að sækja í sig veðrið (og svo öfugt þar sem ORgt fyrir annað liðið er það sama og DRgt fyrir hitt).


Ef litið er svo á frávik þessarra gilda frá meðaltölum liðanna í deildinni í vetur þá sjáum við að Þór er mun jafnara í sínum leik og Grindavík leitar frá meðaltalinu í sóknarleiknum.  Þar kemur varnarleikur Þórs til skjalanna þar sem hann efldist dag frá degi á seinni hluta deildarkeppninnar.


Fyrsti leikur liðanna var í gær og lítið fór fyrir góðum varnarleik beggja liða þar sem bæði lið voru vel yfir 110 í ORgt miðað við tölfræði leiksins. 

G1GRI +/- +/- eMTÞÓR +/- +/- eMT
Pace77,1-5,6-5,077,1-5,6-5,8
Stig937,13,4893,14
Orgt120,616,811,5115,411,612,9
Drgt115,411,619,0120,616,823,6


Slakur leikur hjá Þór og þá sérstaklega í maður-á-mann vörninni en svæðisvörnin í seinni hálfleik náði að rétta örlítið úr kútnum fyrir þá.  Grindvíkingar voru líka klaufar að nýta sér ekki tíð mistök Þórsara í sókn til að gera út um leikinn.  Þessi fyrsti leikur er að miklu leyti keimlíkur fyrsta leiknum á móti KR (miðað við tölfræðina).  Þór hefði allt eins getað unnið hann.

Ég ætla að geta mér til um að Þór muni vinna þessa seríu 3-1, þó ég myndi vilja sjá hana fara í 5 leiki.  Benni er klókur þjálfari sem á eftir að finna einhverjar glufur í strategíu Grindavíkur og nýta sér þær.  Þó er ég ekki að gera lítið um hæfileikum Helga sem er einnig frábær í sínu starfi.  Grindavík er með hærra staðalfrávik (12,3) í úrslitum leikja sinna en þó mjög nálægt meðaltali deildarinnar (12,5).  Þór er eins og áður hefur hér komið fram með lægsta staðalfrávik (10,0) í úrslitum leikja sinna í deildinni.  Það gefur vísbendingu um að Þór sé spili stöðugri leik en Grindavík.  Þór á gríðarlega sterkan heimavöll í Þorlákshöfn og hafa sýnt að þeir geta einnig unnið leiki hvar sem er á landinu.  Það er engin pressa á liðinu, þar sem það á enga sögu að baki í úrslitum.  Svo bara getur ekki verið langt í Grindavíkur-tjókið.

Sjáum hins vegar hvað setur.  Næsti leikur á fimmtudaginn.
   

Wednesday, April 18, 2012

Knicks eru að sækja í sig veðrið


Nýr þjálfari, nýtt líf í NYC.  Mike Woodson hefur heldur betur hrist upp í leik Knicks og til hins betra.  Knicks eru 11-5 (69%) eftir að Woodson tóku við en voru 21-24 (47%) á meðan D'Antoni var við tauminn.  Það sem betra er og eflaust það sem fæstir bjuggust við, þá hefur Woodson tekist að fá Knicks til að spila vörn.  Þeir hafa lækkað úr DRgt 101,3 niður í 99,1 á þessum tíma sem Woodson hefur þjálfað þá.  Skilvirknin í sókn er einnig orðin mun betri eða 106,2 ORgt úr 103,2.

Woodson hefur hægt töluvert á leik liðsins, úr 94,7 í Pace niður í 91,2 sem hentar Carmelo Anthony mun betur.  Melo er að spila betur þó hann skjóti eins og vindurinn með 20,1 skot í leik.  Hann er að hitta betur eða 48,0% á móti 40,2% áður.  Fer mun meira á línuna, frákastar betur og er að skora tæplega 6 stigum meira í leik en áður.

Tölfræði Carmelo Anthony fyrir og eftir þjálfaraskiptin
ÞjálfariGMinFGFGA%3P3PA%FTFTA%ORDRTRASTSTLBLKTOVPFPTS
D'Antoni3533,57,117,840,2%1,13,730,8%5,36,679,7%1,54,35,83,91,00,42,62,720,7
Woodson1635,59,620,148,0%1,23,633,3%5,87,280,0%2,15,37,43,31,60,62,83,326,2

Knicks eru nú í 7. sæti austurdeildarinnar og við það að tryggja sig inn í úrslitakeppnina.   Minntu vel og vandlega á sig með góðum sigri á Boston í nótt.
  

Tuesday, April 17, 2012

Tölurnar úr leik Grindavíkur og Stjörnunnar

Stórkostleg bakskita Grindvíkinga vörn Stjörnumanna sá til þess að Garðbæingar héldu sér lifandi í keppninni um sinn.  Neyðin kennir naktri konu að berja frá sér segir einhvers staðar og það er akkúrat það sem strákarnir í Stjörnunni gerðu.  Lömdu vel og duglega á Grindvíkingum sem vissu engan veginn hvaðan á sig stóð veðrið.  Uppskeran var einhver lakasta sóknarframmistaða Grindvíkinga sem ég hef séð í tölum. 


G3GRI +/- +/- eMTSTJ +/- +/- eMT
Pace78,1-4,7-4,078,1-4,7-1,7
Stig65-20,9-24,682-3,9-5
Orgt83,2-20,6-25,9105,01,2-4,5
Drgt105,01,28,683,2-20,6-19,7


83,2 í ORgt sem er heilum -25,9 undir meðaltali Grindavíkur í deildinni og -19,7 undir DRgt meðaltali Stjörnunnar.  Mögnuð frammistaða hjá þeim bláklæddu að mínu mati.  Vörn Grindvíkinga var heldur ekki sjálfri sér lík með DRgt í 105,0 eða heilum 8,6 yfir meðaltali liðsins í deildinni.

Stjörnumenn hafa náð að hægja nægjanlega á leiknum (Pace 78,1) en þeir þurfa að halda Pace undir 80 til að eiga roð í Grindvíkinga.

Skotnýting Grindvíkinga var nánast ljósrituð úr síðasta leik með 30,9% og afspyrnuslaka 5/27 múrhleðslu neðan úr bæ eða 18,5%.  "Live by the three, die by the three" segja spekingarnir og það var nákvæmlega það sem Grindvíkingar gerðu í gær. 

Annar vitnisburður um slakan leik Grindvíkinga er að Stjörnumenn halda nokkuð öruggri forystu meirihluta leiksins með tapaðan bolta á tæplega tveggja mínútna fresti!

Velkomnir aftur inn í seríuna Stjörnumenn.
  

Monday, April 16, 2012

Stjarnan spilar betri vörn án Fannars

Einkennileg fullyrðing en tölurnar tala sínu máli.  Þrátt fyrir tap í Ásgarði í öðrum leik liðanna var Stjarnan að spila betri vörn þrátt fyrir að vanta harðnaglann Fannar Helgason í teiginn. 

Fyrstu tveir leikir liðanna í tölum:


G1GRI +/- +/- eMTSTJ +/- +/- eMT
Pace81,6-1,1-0,581,6-1,11,8
Stig83-2,9-6,674-11,9-13
Orgt101,7-2,1-7,490,7-13,1-18,8
Drgt90,7-13,1-5,7101,7-2,1-1,2

G2GRI +/- +/- eMTSTJ +/- +/- eMT
Pace72,6-10,2-9,572,6-10,2-7,2
Stig71-14,9-18,668-17,9-19
Orgt97,9-6,0-11,293,7-10,1-15,8
Drgt93,7-10,1-2,797,9-6,0-5,0


Ég bætti við dálknum "+/- eMT" sem á að tákna samanburð við eigið meðaltal í deildinni (hinn +/- dálkurinn er samanburður við meðaltal allra liða í deildinni).  Þar sést að í öðrum leik liðanna er Stjarnan að halda Grindavík í 97,9 ORgt sem er töluvert fyrir neðan meðaltal Grindavíkur í deildinni í vetur, eða -11,2 og -5,0 frá meðaltali Stjörnunnar í DRgt.  Þeim sem vilja benda á áhrif heimavallarins í þessu samhengi er bent á að í deildarleiknum gegn Grindavík í Ásgarði hélt Stjarnan Grindavík í 99,5 ORgt sem er -9,6 frá meðaltali Grindavíkur í deildinni.  Þar spilaði Fannar 20 mínútur.

Í leik 2 hélt Stjarnan Grindavík í 71 stigi sem eru langt undir meðaltali Grindavíkur eða -18,6.  Héldu Grindavík í 30,7% nýtingu en Grindavík skýtur að jafnaði um 46% í leik.  Stjarnan varði einnig 11 skot í leiknum sem er töluvert frá þeim 3 sem þeir vörðu að meðaltali í deildinni.

Sóknarleikur Stjörnunnar á hins vegar ekki roð í besta varnarlið deildarinnar og sést það best með því að skilvirkni sóknar Stjörnunnar hrapar gríðarlega í báðum þessum leikjum.  Stjörnumenn verða því að bíta í skjaldarrendur og spila samskonar varnarleik og þeir hafa gert í síðasta leik til að reyna að halda sér inni í mótinu og fá Fannar aftur inn á völlinn.
   

Friday, April 13, 2012

Samanburður á liðunum í undanúrslitum IEX karla

Þeir sem horfðu á annan leik KR og Þórs Þorlákshafnar í gær urðu vitni að hápunkti þróunar sem átt hefur sér stað undanfarna mánuði: dýrslegum varnarleik Þórsara.

KR hóf þetta tímabil sem þriðja besta varnarlið deildarinnar en hefur dregið þar úr þegar nálgaðist áramótin og enn meira nú rétt fyrir úrslitakeppni.  KR endaði í 7. sæti yfir skilvirkni varnar og rétt yfir meðaltali deildarinnar.

Hins vegar hefur þveröfug þróun átt sér stað hjá Þór Þorlákshöfn.  Hófu deildina í 7. sæti og nú í lok deildarinnar voru Þórsarar næstskilvirkasta varnarlið deildarinnar 0,6 stigum undir Grindavík.
Þróunina er hægt að sjá á myndunum hér að neðan, þar sem 3 mælingar eru teiknaðar upp, eftir 5 leiki (I), 9 leiki (II)og svo í lok deildarinnar eftir 22 leiki (III).  KR hefur sótt í sig veðrið í sókn en fórnað varnarleik fyrir það.  Þór hins vegar sótt gríðarlega á í vörn með einhverri fórn í sókn.  Þróunin sést jafnvel betur þegar skoðað er munur liðanna á meðaltali deildarinnar hverju sinni (+/- MT) þar sem stökk Þórsara úr 1,7 upp í -6,8 er ansi bratt.

 
Svona voru fyrstu leikirnir í viðureign KR og Þórs í tölum:

G1KR +/-Þór +/-
Pace72,6-10,172,6-10,1
Stig82-3,979-6,9
Orgt112,99,1108,85,0
Drgt108,85,0112,99,1

G2KR +/-Þór +/-
Pace80,1-2,780,1-2,7
Stig76-9,9948,1
Orgt94,9-8,9117,413,5
Drgt117,413,594,9-8,9


Fyrri leikurinn greinilega slakur hjá báðum liðum en Þór fer ansi illa með KR í þeim síðari.

Ef vörnin hjá Þór heldur áfram að tæta í sig KR-ingana eins og gerðist í síðasta leik, ætla ég að gerast svo djarfur að spá Þór áfram í úrslitin.  KR-ingar hafa spilað allt of sveiflukennt í vetur og það einfaldlega má ekki í úrslitakeppninni.  Þór er með lægsta staðalfrávik á úrslitum leikja sinna eða 10,04 á móti 15,38 hjá KR sem er verst í deildinni.  Hvað varðar viðureign Grindavíkur og Stjörnunna held ég að fátt stöðvi Grindavíkur-skriðdrekann á leið sinni í úrslitin.
 

Thursday, April 12, 2012

Skilvirkni liða í IEX deildunum

Stjarnan er skilvirkasta sóknarlið IEX deildar karla og Grindvíkingar skilvirkastir í vörn.  Það sem vekur einna helst furðu mína og jafnframt gremju er algert hrun ÍRinga í varnarleiknum.  Sóknin heldur sínu striki hjá þeim en þeir sína hvað slakasta frammistöðu í vörn, meira en fimm stigum meira yfir meðaltalinu en Valur.

Hjá stelpunum er mikið til sama sagan og síðast.  Njarðvík sterkastar í sókn en Keflavík í vörn.



Monday, April 2, 2012

Tölfræði leikmanna IEX deildanna 2011-12

Vorboðinn ljúfi, úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar, er kominn og það þýðir bara eitt:  best að renna yfir tölurnar úr deildarkeppninni.

Njarðvíkingar eiga bestu leikmenn IEX deildanna ef mælt er út frá Player Efficiency Rating mælikvarðanum. Travis Holmes leiddi IEX deild karla með 28,9 og Lele Harding leiddi IEX deild kvenna með fáránlegar tölur eða 44,0 í PER.  Hér á eftir sjást 10 efstu leikmenn hvorrar deildar ásamt nokkrum "advanced stats" gildum þeirra.  Við miðið er að leikmenn hafi spilað 50,81% þeirra mínútna sem liðið hefur leikið eða 447 mínútur í tilfelli karla og 569 mínútur í tilfelli kvenna.  Þetta viðmið er (hlutfallslega) það sama og Basketball-Reference.com notar fyrir NBA deildina.


Pálína Gunnlaugsdóttir er eini íslenski leikmaðurinn sem kemst á topp 10 lista hvorrar deildar, enda með frábærar tölur þetta tímabilið sú.  Sé hins vegar þáttur útlendinga tekinn út lítur þetta svona út:


Þess ber að geta að meðaltal deildarinnar í PER er 15,0.

Min = Leiknar mínútur
Stig = Stiga að meðaltali í leik
FG% = skotnýting (2pt + 3pt)
TS% = True Shooting %
eFG% = Effective Field Goal %
Usg% = Usage %
Eff. = Framlag í leik
PER = Player Efficiency Rating
Ast/TO = Stoðsendingar á móti töpuðum boltum

*Uppfært*  Glöggir lesendur ráku augun í að Sigurbjörn nokkur Björnsson var að villast í sæti Justin Shouse auk þess sem ný gildi voru að tínast inn í tölfræðigrunn KKÍ nýverið.  Töflurnar hér að ofan fyrir IEX deild karla eru nú uppfærðar með réttum nöfnum og gildum.  Eftir leiðréttingar skaust Marvin Valdimarsson Stjörnunni á toppinn fyrir ofan Finnur Magnússon KR með besta PER í IEX deild karla.