Friday, May 31, 2013

NBA - Where Double Standards Happen



Fyrir þetta brot fékk Fuglamaðurinn (sem hefur verið Miami Heat mjög mikilvægur í þessari úrslitakeppni) óíþróttamannslega villu (Flagrant 1) á meðan Nazr Mohammed var hent út úr húsi fyrir svipað gegn LeBron James.

Það er margt skrítið í kýrhausnum.

Fullorðins blokk hjá fuglafræðingnum

Thursday, May 30, 2013

Shane Battier tjáir sig um flop ásakanir


"In a perfect world, we'd all love to be stoic, immovable forces where the force of very large men throwing themselves into you doesn't affect you. Yeah, that'd be great. But unfortunately, there's a thing called physics involved that seems to win out more often than not." - Shane Battier

No homo.

Topp 10 tilþrif á ferli Paul George

Wednesday, May 29, 2013

LeBron James floppar ekki



"I don't need to flop. I play an aggressive game. I don't flop. 
I've never been one of those guys." - Lebron James

Tuesday, May 28, 2013

Geitungurinn átótjúnaður

Sum o'dat TÆT shit...

Metta World Peace getur út barnabók... auðvitað!

Við misstum öll andlitið þegar Dennis nokkur Rodman gaf út sína fyrstu barnabók í byrjun árs. Hvað er þá eftir nema að fá barnabók frá sjálfum Ron Artest Metta World Peace?

Skemmtilegt hvað hann er nett geðveikur á svipinn á kápu bókarinnar.


LeBron James er genatískt viðundur

ESPN Sports Science renna yfir yfirburði LeBron James í öllum þáttum korfuknattleiksíþróttarinnar. Þarf engan að undra eftir þessa samantekt að drengurinn hlær að allri mögulegri samkeppni í deildinni.

Monday, May 27, 2013

Sunday, May 26, 2013

Besta Gregg Popovich viðtal allra tíma

Doris getur samt sjálfri sér um kennt. Þessar spurningar kölluðu á þessi svör.

In Pop we trust.

Saturday, May 25, 2013

LeBron James tapaði boltanum tvisvar á síðustu mínútu leiks 2



Áður en allir fara að hrópa LeBron sem ekki "clutch" af því hann klúðraði þessum tveimur sóknum verða menn að horfa á a) varnarleikinn hjá David West og sérstaklega Paul George í þessu myndbandi þar sem George fer í gegnum allar hindranir og límir sig eins og tyggjóklessa á LeBron, b) flatan sóknarleik Heat liðsins í þessum sóknum þar sem restin af "The Big Three" hanga langt fyrir utan teiginn og bíða eftir að LeBron klári þetta eða hendi boltanum á þá fyrir langskot.

Wade og Bosh verða að stíga upp og Spoelstra verður að fara að teikna upp eitthvað annað en "iso" kerfi fyrir LeBron til að þetta fari ekki illa fyrir Heat.

Tveir snillingar að etja kappi

Paul George refsar Fuglamanninum


Paul George treður yfir Birdman




Þessi sending frá LeBron James er eðlisfræðilega ómöguleg




Thursday, May 23, 2013

LeBron James treður sífellt oní kokið á gagnrýnisröddum

Ef þú varst ekki undir steini síðastliðin sólarhring þá ættirðu að vita það að Miami Heat vann fyrsta leikinn gegn Indiana Pacers í framlengingu eftir æsispennandi lokasekúndur. Flestum ætti einnig að vera ljóst að LeBron James lokaði leiknum með vinstri handar sniðskoti eftir frábæra leikfléttu frá Erik Spoelstra.


Leikfléttan er eins og áður sagði óaðfinnanleg. Hún endar með þrjá leikmenn í sínum bestu stöðum fyrir spot up skoti. LeBron hins vegar sér fjórða möguleikann eftir varnarmistök Paul George sem seldi sig aðeins of ódýrt á hægri hliðinni og ætlaði eflaust að stoppa stökkskotið. LeBron les ástandið eins og opna bók á augnabliki og vindur sér á vinstri hliðina með einu drippli og beint í sniðskot með George enn að átta sig á því hvað var að gerast.

Sóknarleikurinn hjá Heat framkvæmdur fullkomlega. Varnarleikur Pacers hins vegar ekki.

David West fellur of mikið niður til að loka á sendinguna niður til Ray Allen og gefur þannig Shane Battier óhindraða sendingarlínu beint á LeBron á besta stað. Hefði hann staðið ofar hefði LeBron þurft að sækja boltann ofar George fengið mun meiri tíma til að bregðast við og LeBron eflaust þurft að reyna langskot.

Frank Vogel útskýrði fjarveru Roy Hibbert á þessum tíma í leiknum á þá leið að hann vildi ekki að Chris Bosh myndi toga hann út úr teignum með stökkskotum fyrir utan hann. Margir segja það mistök og að LeBron hefði aldrei fengið svo galopið sniðskot eins og rauninn varð ef Hibbert hefði verið á vellinum. Skemmst er frá að segja þegar Hibbert blokkaði Carmelo Anthony við hringinn í leik 6 til að stöðva mögulegan viðsnúning á leiknum Knicks í hag.

Vogel til varnar þá verður að hafa í huga að LeBron er frábær að senda boltann og virðist vera með augu allan hringinn í höfðinu. Hann hefði hæglega fundið Bosh í teignum fyrir auðveldu skoti ef Hibbert hefði sótt að honum.

Þetta er hins vegar það skemmtilega við körfuboltann. Hetjur verða skúrkar á augnabliki og öfugt. Sekúndur skipta öllu máli og má enginn sofa á verðinum.

Man einhver eftir því að fyrir akkúrat 4 árum áður gerði LeBron James þetta?

LeBron er sífellt að troða sokk ofan í gagnrýnisraddirnar sem hafa haft hvað hæst um takmarkanir hans (ef einhverjar eru). Þar á meðal er Michael Jordan, en hann sagði fyrir skemmstu að ef hann væri að dekka LeBron myndi hann hleypa honum á vinstri hliðina því hann endi öll drive að körfunni vinstra megin með stökkskoti. Vona að sokkurinn bragðist vel fyrir MJ því LeBron er að afsanna þessa kenningu í sífellu.

LeBron er einnig sífellt að sanna sig sem áreiðanlegur valkostur þegar lítið er eftir og leikurinn í járnum. Með 24 sekúndur eða minna eftir af leiknum og möguleiki á að jafna eða vinna leikinn er LeBron með 43,8% nýtingu eða 7/16. Í samanburði við meðaltal deildarinnar sem er 28,3% eru þetta ómannlegar tölur og afsanna þá fullyrðingu að maðurinn sé ekki "clutch" þegar leikurinn er í járnum. Næstur á eftir LeBron er Kobe Bryant með 5/17.


Psycho-T


Tony Allen vinnur Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki


LeBron James vs. Paul George

Þessi sería á eftir að verða legendary...

Friday, May 17, 2013

Phil Jackson segir loksins opinberlega það sem allir vita


Þeir sem hafa fylgst með undanfarið hér á Ruslinu ættu að vita að undirritaður er tiltölulega hliðhollur Michael Jordan í öllum samanburði milli þessara tveggja leikmanna. Það hefur oft áður verið fjallað um þetta hér.

Hér höfum við hins vegar eina manninn á öllu jarðríki sem að mínu mati hefur bakgrunn, þekkingu og reynslu til að skera úr um þetta. Zen meistarinn hefur úrskurðað í þessum deilumáli í eitt skipti fyrir öll:

Michael Jordan var, er og mun alltaf vera betri leikmaður en Kobe Bryant.

Ekki misskilja mig samt. Mér finnst Kobe Bryant stjarnfræðilega góður leikmaður. Sá sem kemur næst því að jafnast á við The G.O.A.T.  (LeBron vinir, slakið... gefið honum nokkur ár í viðbót áður en honum verður bætt í umræðuna).

Nokkrir útdrættir úr bókinni hans Jackson hafa verið birtir á netinu og þar er m.a. þetta:
"Michael was more charismatic and gregarious than Kobe. He loved hanging out with his teammates and security guards, playing cards, smoking cigars, and joking around," Jackson said in the book, which was obtained in advance by The Times.
"Kobe is different. He was reserved as a teenager, in part because he was younger than the other players and hadn't developed strong social skills in college. When Kobe first joined the Lakers, he avoided fraternizing with his teammates. But his inclination to keep to himself shifted as he grew older. Increasingly, Kobe put more energy into getting to know the other players, especially when the team was on the road."
Þeir eru ólíkar persónur. Ekkert óeðlilegt við það.  Kobe átti heldur enga eldri bræður til að berja í sig hörkuna líkt og MJ hafði.
"No question, Michael was a tougher, more intimidating defender. He could break through virtually any screen and shut down almost any player with his intense, laser-focused style of defense," said Jackson, who coached Jordan to six championships and Bryant to five.
"Kobe has learned a lot from studying Michael's tricks, and we often used him as our secret weapon on defense when we needed to turn the direction of a game. In general, Kobe tends to rely more heavily on his flexibility and craftiness, but he takes a lot of gambles on defense and sometimes pays the price."
Þetta á hins vegar að koma engum á óvart. Þó Kobe sé gríðarlega öflugur varnarmaður á hann ekkert í MJ í þeirri deild. Jordan færði líka fókusinn í sínum leik sífellt meira á varnarhliðina eftir því sem leið á ferilinn. Vörn vinnur titla, krakkar mínir.
"Michael was more likely to break through his attackers with power and strength, while Kobe often tries to finesse his way through mass pileups," Jackson wrote. "Michael was stronger, with bigger shoulders and a sturdier frame. He also had large hands that allowed him to control the ball better and make subtle fakes. 
"Jordan was also more naturally inclined to let the game come to him and not overplay his hand, whereas Kobe tends to force the action, especially when the game isn't going his way. When his shot is off, Kobe will pound away relentlessly until his luck turns. Michael, on the other hand, would shift his attention to defense or passing or setting screens to help the team win the game."
Hér eigast hins vegar við ólíkir tímar og ólíkar deildir. Þeir sem hafa stúderað feril Michael Jordan ætti að vera kunnugt um The Jordan Rules sem var stefnuyfirlýsing meistaraliðs Detroit Pistons og gekk út á það að lemja á og hægja þannig á Jordan - sama hvað það kostaði. MJ varð að mæta þeirri meðferð með harðari árásum á körfuna.

Án þess þó ég felli einhvern dóm á Kobe Bryant í þessum efnum þá hefur deildin mýkst umtalsvert frá tíma Jordan-reglnanna og stjörnur fá oft meiri vernd frá dómurum gegn áræðnum varnarmönnum.

Það er alla vega deginum ljósara að maður þarf að tékka á þessari bók.


Faceplant

Þessi drengur er vitnisburður þess að Spurs vinna scouting vinnuna sína

Raunir fertugra körfuboltaspilara


Thursday, May 16, 2013

Facepalm


OKC fans í bullinu eftir tapið í gær


Rihanna vill ekki taka ábyrgð á slökum leik J.R. Smith


Norris Cole leikur á Chicago vörnina og smellir á Noah

Frábær vörn, Booz.

Tayshaun Prince treður yfir alla Oklahoma borg

Naglinn í líkkistuna...

Það er ekki að ástæðulausu að þetta er nýliði ársins

Gríðarlega þroskaður leikmaður nýkominn úr háskóla, en það er einmitt lykilatriði í þessu samhengi - hann kláraði 4 ár í háskóla hjá Weber State og lærði leikinn eins vel og hægt er.

Það verður gaman að sjá þennan gutta og Derrick Rose etja kappi á næsta ári.



Chris Bosh langar í þig


Tuesday, May 14, 2013

Af villum stórstjarna í NBA deildinni

Fyrir skemmstu rakst ég á umræðu á Facebook um villufjölda LeBron James í Chicago Bulls seríunni, en hann hefur afrekað það að brjóta aðeins þrisvar af sér í þeim fjórum leikjum sem lokið er. Yfir 160 mínútur leiknar og einungis þrjár dæmdar villur - þar af ein tæknivilla.  Þetta gera 0,75 villur í leik og rúmlega 53 mínútur á milli villna.

Það hefur lengi verið deiluefni meðal NBA hvort LeBron James fái sérmeðferð hjá dómurum deildarinnar, hvort sem það er sá fjöldi skrefa sem hann tekur eða hvort hann sé verndaður fyrir áköfum varnarmönnum. Til að komast að einhverju leyti til botns í því máli er best að bera saman ýmsar kennitölur milli stórstjarna NBA deildarinnar í gegnum tíðina.

Skoðum fjölda villna í leik, fjölda mínútna á hverja villu og svo hlutfall vítaskota á móti skotum utan að velli.


Efst sjáum við LeBron James á þessu tímabili og fyrir neðan það eru ferils-tölur hans og annarra stórstjarna í deildinni til samanburðar.

Aðeins Allen Iverson nær að ógna LeBron í þessum tölum en hann verður seint sakaður um að spila grimman varnarleik. Sama má segja um Dirk Nowitzki. Kobe Bryant og Michael Jordan eru hins vegar varnarmenn á pari við LeBron James en þeir hafa ekki verið eins sleypir að svið að sleppa við flautið. Jordan og Kobe eru hins vegar volume-skyttur sem skýrir hvers vegna hlutfall vítaskota á móti skotum utan að velli hallar á þá. LeBron hefur tekið sér annað hlutverk í liði Miami Heat og skýtur því boltanum mun minna en áður.

Hvernig sem á það er litið þá er umtalsverður munur þarna á milli þessara leikmanna og erfitt að færa rök fyrir því að sérmeðferð sé ekki til staðar þarna. LeBron er stórkostlegur leikmaður og hefur nú þegar skipað sér í hóp þeirra allra bestu sem spilað hafa íþróttina. LeBron er líka framúrskarandi varnarmaður - en þessi skilvirkni er utan alls eðlilegs samhengis. Bulls serían sem Heat eru nú við það að klára hefur umtöluð fyrir mikið "physical play" eða grófan leik, en 'Bron skautar í gegn með 2 persónuvillur (tek ekki tæknivilluna með).

Persónulega held ég að fátt - ef eitthvað - geti komið í veg fyrir sigur Miami Heat í úrslitum í sumar. Miami liðið er ekki fullkomlega mannað en það er nægilega vel mannað. Einnig vel mjög vel þjálfað. LeBron er samt á þeim stað að hann getur nánast hent félaginu á bakið og landað þessu sjálfur.

Það er hins vegar leiðinlegt að framangreind staðreynd geti mögulega kastað skugga á þetta stórveldi sem er að skapast á Suðurströnd Flórída...

...en við vitum að David Stern mun aldrei leyfa það.

Prófið þetta einhvern tímann


Rólegur D-Wade

Þetta er komið út fyrir öll skynsemismörk...

Tímabilið hjá Bulls í hnotskurn