Tuesday, May 14, 2013

Af villum stórstjarna í NBA deildinni

Fyrir skemmstu rakst ég á umræðu á Facebook um villufjölda LeBron James í Chicago Bulls seríunni, en hann hefur afrekað það að brjóta aðeins þrisvar af sér í þeim fjórum leikjum sem lokið er. Yfir 160 mínútur leiknar og einungis þrjár dæmdar villur - þar af ein tæknivilla.  Þetta gera 0,75 villur í leik og rúmlega 53 mínútur á milli villna.

Það hefur lengi verið deiluefni meðal NBA hvort LeBron James fái sérmeðferð hjá dómurum deildarinnar, hvort sem það er sá fjöldi skrefa sem hann tekur eða hvort hann sé verndaður fyrir áköfum varnarmönnum. Til að komast að einhverju leyti til botns í því máli er best að bera saman ýmsar kennitölur milli stórstjarna NBA deildarinnar í gegnum tíðina.

Skoðum fjölda villna í leik, fjölda mínútna á hverja villu og svo hlutfall vítaskota á móti skotum utan að velli.


Efst sjáum við LeBron James á þessu tímabili og fyrir neðan það eru ferils-tölur hans og annarra stórstjarna í deildinni til samanburðar.

Aðeins Allen Iverson nær að ógna LeBron í þessum tölum en hann verður seint sakaður um að spila grimman varnarleik. Sama má segja um Dirk Nowitzki. Kobe Bryant og Michael Jordan eru hins vegar varnarmenn á pari við LeBron James en þeir hafa ekki verið eins sleypir að svið að sleppa við flautið. Jordan og Kobe eru hins vegar volume-skyttur sem skýrir hvers vegna hlutfall vítaskota á móti skotum utan að velli hallar á þá. LeBron hefur tekið sér annað hlutverk í liði Miami Heat og skýtur því boltanum mun minna en áður.

Hvernig sem á það er litið þá er umtalsverður munur þarna á milli þessara leikmanna og erfitt að færa rök fyrir því að sérmeðferð sé ekki til staðar þarna. LeBron er stórkostlegur leikmaður og hefur nú þegar skipað sér í hóp þeirra allra bestu sem spilað hafa íþróttina. LeBron er líka framúrskarandi varnarmaður - en þessi skilvirkni er utan alls eðlilegs samhengis. Bulls serían sem Heat eru nú við það að klára hefur umtöluð fyrir mikið "physical play" eða grófan leik, en 'Bron skautar í gegn með 2 persónuvillur (tek ekki tæknivilluna með).

Persónulega held ég að fátt - ef eitthvað - geti komið í veg fyrir sigur Miami Heat í úrslitum í sumar. Miami liðið er ekki fullkomlega mannað en það er nægilega vel mannað. Einnig vel mjög vel þjálfað. LeBron er samt á þeim stað að hann getur nánast hent félaginu á bakið og landað þessu sjálfur.

Það er hins vegar leiðinlegt að framangreind staðreynd geti mögulega kastað skugga á þetta stórveldi sem er að skapast á Suðurströnd Flórída...

...en við vitum að David Stern mun aldrei leyfa það.