Thursday, March 29, 2012

Lokastaða IEX deildar karla út frá CGM

Nú þegar deildarkeppninni er lokið og staðan klár fyrir úrslitakeppnina er ekki úr vegi að taka stöðuna á hvernig liðin raðast út frá "Correlated Gaussian Method" til að hægt sé að ráða í úrslit leikja fyrstu umferðar.


Sömu lið eru í 8 efstu sætunum og í lokastöðunni þó uppröðunin sé ólík.  CGM gerði ráð fyrir einu tapi í viðbót hjá Grindvíkingum sem virtust eitthvað vera að slaka á keyrslunni í lokaumferðum deildarinnar.  Með þetta að leiðarljósi er hægt að ráða í úrslitin í fyrstu leikjunum í úrslitakeppninni.


Úrslitakeppni
U1-L1   
GRINJA73,8%26,2%
KRTIN82,7%17,3%
ÞÓRSNÆ56,3%43,7%
STJKEF59,1%40,9%
U1-L2   
NJAGRI22,1%77,9%
TINKR27,2%72,8%
SNÆÞÓR58,0%42,0%
KEFSTJ55,3%44,7%
U1-L3   
GRINJA--
KRTIN--
ÞÓRSNÆ56,3%43,7%
STJKEF59,1%40,9%


Skv CGM er allt útlit fyrir að Grindavík og KR klári sínar viðureignir í tveim leikjum, en Þór Þorlákshöfn og Stjarnan fari áfram á eftir þrjá leiki.  Einhverra hluta vegna hafa Njarðvíkingar betri líkur á því að vinna Grindvíkinga á þeirra heimavelli skv þessum útreikningum, en ég geri ekki ráð fyrir að þetta verði mikil fyrirstaða fyrir Grindvíkinga.  KR-ingar eru með líkurnar með sér í sinni viðureign gegn Tindastól en vitað er að það lið er erfiður ljár í þúfu á heimavelli og kæmi mér ekkert á óvart að þessi viðureign endaði 2-1 fyrir KR þrátt fyrir það sem hér að framan stendur.  Hinar tvær viðureignirnar eru hins vegar galopnar og verða mjög spennandi.