Thursday, March 3, 2011

Mike Bibby til Miami Heat

Til vitnisburðar um vinsældir Washington Wizards liðsins meðal leikmanna NBA deildarinnar, þá fórnaði Mike Bibby $6,2 milljónum til losna undan samningnum sem Wizards tóku við frá Atlanta í Bibby/Hinrich skiptunum.  Bibby hefur nú náð samkomulagi við Miami Heat um að spila með þeim út tímabilið.  Ekkert hefur enn verið gefið upp um hve mikið Heat muni borga honum en það getur varla verið mikið.  Pat Riley henti svo Carlos Arroyo undir rútuna í kjölfarið:
"This was a very difficult decision to make because Carlos has done a great job for this team and this organization," Riley said Tuesday. "He is truly a first class individual and professional. We wish him nothing but the best."
Einmitt. Business... never personal.

En hvað þýðir þetta fyrir Miami liðið?  Bibby er vissulega margfalt betri sóknarmaður en Arroyo en alveg jafn slakur ef ekki verri varnarmaður.  Heat styrkja vopnabúrið fyrir utan þriggja stiga línuna, en Bibby er að skjóta sitt besta tímabil með 44% fyrir utan bogann.  Heat munu hins vegar halda áfram að geta ekki drullu á móti solid liðum með góðan leikstjórnanda, sbr. Celtics, Bulls og nú Knicks.

Annað fréttnæmt úr heimi leikmannaskipta er að Boston Celtics tíndu upp Troy Murphy frá Golden State, en hann rataði þangað í skiptum frá New Jersey Nets rétt fyrir lokafrestinn.  Murphy var eftirsóttur af mörgum liðum, m.a. Miami Heat, eftir að Golden State sögðu honum upp störfum en eftir mikla íhugun valdi hann Boston Celtics sem líklegra liðið til að ná dýpra inn í úrslitakeppnina og mögulega skila titli til hans.  Við sjáum til í maí hvort hann hafi veðjað á réttan hest.