Wednesday, April 20, 2011

Hvar er Valli (Kevin Durant)?

Það er nánast ekkert búið að fjalla um Kevin Durant í vetur. Það mætti halda að hann væri meiddur eða búinn að vera slakur í vetur. Fjölmiðlar fjalla lítið sem ekkert um hann.
Drengurinn er fæddur 1988, og var stigakóngur í fyrra. Hann varð líka stigakóngur í deildinni í ár þrátt fyrir að tölurnar hans hafið aðeins dalað. OKC voru 55-27 í ár og enduðu í fjórða sæti vesturdeildar samanborið við 50-32 record í fyrra sem gaf þeim áttunda sætið og hafa því verið að bæta ofan á góðan árangur frá því í fyrra.
Kannski bjuggust menn meira við af Durant í ár eftir frammistöðu hans með USA í sumar á HM þar sem hann bar af og átti langstærstan þátt í sigri þeirra. Það er möguleiki.

Það muna allir eftir einvíginu við Lakers í fyrra. Lakers réðu ekkert við hraðann í bakvörðum OKC. Þar sýndu strákarnir klærnar og að mínu mati verðskulda þeir meiri athygli.
Það er ekki spurning hvort heldur hvenær strákarnir í OKC toppa og að mínu mati gætu þeir farið langt í úrslitakeppninni í ár eftir að hafa fengið K.Perkins.

Ef að þeir slá út Denver þá mun það gefa þeim mikið sjálfstraust og þá er aldrei að vita hvar þeir enda. Sky's the limit.