Friday, May 27, 2011

Miami - Dallas 2011 og 2006

Ég hef það á tilfinningunni að Mavs séu að fara taka Heat. Þrátt fyrir hungrið í Lebron og allt það kjaftæði þá veit Dirk að svona tækifæri kemur kannski ekki aftur upp í hendurnar á honum. Hann er á sínu 13. tímabili, leikstjórnandi liðsins er eldri en Eiríkur Önundarson (með ótakmarkaðri virðingu fyrir Eazy samt) og Shawn Marrion, J-Terry og Peja eru allir 33 ára.
Mavs eru 10-3 í þessari úrslitakeppni (þar af er einn af þessum tapleikjum endurkoma B.Roy sem að var út í hróa hött, fáranlegur sá leikur) og líta virkilega vel út. Dirk er búinn að fullkomna fadeawayið á öðrum fæti og það að hann skuli vera mæta Heat aftur kveikir bara enn meir í þeim þýska.

Ég vona að lesendur Ruslsins muni eftir 2006 úrslitunum við Heat. Dirk man eftir þeim að minnsta kosti. Þar komust Mavs í 2-0 með tveim góðum sigrum. 3.leikurinn var ákveðinn vendipunktur í seríunni en þar komu Heat til baka í jöfnum leik. 4. leikurinn var svo hörmulegur hjá Mavs. Heat meistarar eftir að hafa unnið 4 í röð með D.Wade í bullinu.
Það að U.Haslem sé kominn aftur er yndislegt fyrir körfuáhugamenn. Hann fór illa með Dirk og náði að ýta honum úr sinni stöðu, virtist hafa meiri styrk en Dirk og þröngvaði honum í erfiðari skot (ekki ósvipað og Mavs náðu að gera við Durrant í ár).

Dagskráin á rúv í kvöld er ekki upp á marga fiska. Hér er því 5.leikur Heat-Mavs í heild sinni frá 2006. Góða skemmtun og áfram körfubolti.