Monday, June 4, 2012

Rajon Rondo spilar eins og enginn sé morgundagurinn

Ef þú hefur verið að fylgjast með Boston Celtics í þessari úrslitakeppni þá ætti það ekki að hafa farið framhjá þér hvað Rajon Rondo er fáránlega góður. Risaþrennan hans í leik 2 er nægur vitnisburður um þá staðreynd.

Tölurnar hans í þessari úrslitakeppni eru heldur ekki að kasta rýrð á frammistöðu hans það sem af er.  Hann er að skora meira, frákasta meira, spila meira, skjóta betur og það sem mikilvægast er í hans hlutverki - hann er að passa boltann betur og tapa honum sjaldnar.  Stoðsendingar á móti töpuðum boltum (Ast/TO) á nýliðnu tímabili voru nokkuð góðar eða um 3,2 sem flestir leikmenn yrðu bara nokkuð sáttir við. Þetta hlutfall hjá Rondo í úrslitakeppninni hins vegar tekur stökkbreytingum og gefum hann það sem af er keppninni 5,2 stoðsendingar á móti hverjum töpuðum bolta.  Tölur sem eru bara eins fáránlegar og hugsast getur fyrir leikmann sem er kominn djúpt inn í undanúrslit keppninnar.


 MínStigFrákStoðStlTapSk%3P%V%TS%eFG%Ast/TOPER
2011-1236,911,64,711,41,73,644,8%23,8%59,7%48,3%45,6%3,217,5
Playoffs42,617,46,811,91,52,348,0%25,9%71,1%51,7%49,4%5,222,9


Mér datt aðeins John Stockton í hug sem mögulega gæti átt sambærilega frammistöðu í úrslitakeppninni. Þegar hann spilaði yfir 10 leiki í úrslitakeppninni var meðaltal hans 3,4 og hágildið 4,2.

Jeff Van Gundy og félagar á ESPN sjónvarpsstöðinni áttu skemmtilega samantekt á frammistöðu Rondo í leik 3.  Hitt myndbandið sýnir hins vegar Rondo þræða nálaraugað með hnitmiðaðri sendingu á Paul Pierce.