Friday, November 30, 2012

Coach Pops kann þetta allt

Ég ætla ekki að eyða orðum í þá vitleysu sem upp hefur komið í NBA deildinni um að refsa Popovich og Spurs fyrir að hafa ekki mætt með sína bestu leikmenn til leiks í uppáhaldsborgina hans David Stern þessa dagana. Slíkar æfingar eins og boðaðar hafa verið að setja sektir og jafnvel bönn á þjálfarann eru deildinni til háborinnar skammar og enn einn vitnisburðurinn um markaðsvélina sem ræður ríkjum þarna. Menn mega ekki þjálfa liðin sín eftir eigin hentugleik lengur, heldur þarf að beygja sig eftir þeirri eftirspurn sem er fyrir á "markaðnum". Hrein og klár vitleysa og ætti ekki einu sinni að vera til tals.

En hvað um það. Gregg Popovich er snillingur - bæði að þjálfa liðið sitt og einnig að svara bjánalegum spurningum fréttamanna á gólfinu. Hér tekur hann Charles Barkley á kné og rassskellir með orðunum einum.

Takið samt eftir því að í viðtalinu talar Pops um að eina leiðin til að spila gegn feiknasterkri vörn Miami Heat liðsins er að halda tempóinu eins hröðu og hægt er. Sterkar varnir vilja hægan bolta. Kíkið á næstu færslu fyrir neðan í framhaldinu.