Thursday, February 14, 2013

David Falk er ekki mjög hrifinn af John Wall


Eflaust ekki margir sem þekkja David Falk en á 10. áratugnum var hann einn allra valdamesti umboðsmaður NBA deildarinnar, með leikmenn eins og Michael Jordan, Charles Barkley, Alonzo Mourning, Elton Brand og marga aðra á sínum snærum.

Ég hef aldrei vitað til þess að hann viti mikið um íþróttina sjálfa þó hann hafi alltaf haft mikið að segja um bisnessinn á bakvið hana, en hann tjáði sig nýverið í viðtali á opinskáan hátt um álit sitt á John Wall, leikmanni Washington Wizards.  Í raun skil ég ekki hvers vegna hann ákveður að tæta í sig John Wall en margt sem hann sagði var alls ekki fjarri lagi.
"He doesn’t have a feel for the game. He only knows how to play one speed. Magic Johnson had a great feel, a court sense, by the time he was a sophomore in college. Chris Paul had it by the time he was a sophomore in high school."
Því næst fór hann að bera saman John Wall og Kyrie Irving þar sem hann hafði á orði að Wall væri meiri íþróttamaður en Irving væri miklu meiri körfuboltaspilari. Því næst benti hann á ástæðu þess að aðeins örfá lið vinna deildina aftur og aftur. Staðreynd, að mínu mati, sem blasir við deildinni.
"You want to know the reason why just nine teams have won an NBA title in 40 years? Because if both of them came out today, 99 percent of all general managers would still take John Wall instead of Kyrie Irving. They’d take the athlete over the ballplayer. And they’d be wrong."