Sunday, April 28, 2013

Oddaleikur Grindavíkur og Stjörnunnar í Röstinni í kvöld

Lyklar að sigri Grindvíkinga í oddaleiknum:

  • Ráðast á teiginn eða keyra á körfuna. Stjarnan hefur átt í vandræðum með að stöðva árásir Grindavíkur á körfuna.
  • Keyra í hraðaupphlaupin.
  • Hægja á leiknum og nýta tímann í sókninni. Láta boltann ganga og finna opna skotið.
  • Reyna að hægja á Jarrid Frye. Spila grimma einn-á-einn vörn á hann.
  • Fá meira framlag af bekknum. Bekkurinn hefur aðeins skilað um 7-8 stigum að meðaltali í leik í þessari seríu.
  • Siggi Þorsteins þarf að passa villurnar snemma í leiknum. Nærvera hans í teignum er gríðarlega mikilvæg fyrir Grindavík.
  • Varnarfráköst. Bæði lið skjóta mikið utan að velli og þá sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Það þarf því að passa sóknarfráköstin þar sem boltinn skoppar oft langt úr teignum.
  • Vítanýtingin.

Lyklar að sigri Stjörnunar í oddaleiknum:

  • Hreyfa sig án boltans. Það er auðvelt að dekka hreyfingarlausa sókn.
  • Betri vörn gegn hraðaupphlaupum Grindavíkur.
  • Fara á móti þriggja stiga skotum Grindavíkur.
  • Keyra upp leikhraðann.
  • Passa boltann og lágmarka tapaða bolta.
  • Varnarfráköst. Bæði lið skjóta mikið utan að velli og þá sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Það þarf því að passa sóknarfráköstin þar sem boltinn skoppar oft langt úr teignum.
  • Stjarnan þarf að spila beittari varnarleik. Reyna að loka teignum og taka harðar á móti gegnumbrotum Grindvíkinga.