Thursday, April 4, 2013

Þróun í skotvali í úrvalsdeild á Íslandi - 3s vs. 2s


Fáar, ef einhverjar, reglubreytingar í körfubolta hafa haft jafn mótandi áhrif á leikinn og þriggja stiga línan sem var tekin inn í FIBA reglurnar árið 1984. Mörg lið í atvinnumannadeildum hafa sett mikinn fókus á þriggja stiga skotið og er nánast hvert og eitt einasta lið með alla vega 1-2 annálaðar þriggja stiga skyttur.

Það hefur verið mín skynjun undanfarin ár að þróunin sé í þá átt í efstu deild hér á Íslandi að þriggja stiga skotum fari fjölgandi og lið leggi sífellt meiri áherslu á þau í sóknarleik sínum. Því ákvað ég að taka saman þær upplýsingar sem eru á reiðum höndum á vefsíðu KKÍ til að kanna þetta mál.

Tölfræðisafn KKÍ, í þeirri mynd sem það er í dag, nær aftur til tímabilsins 2008-2009 og því kannski ekki nóg til af gögnum til að meta þróunina almennilega.

Ef skoðuð er samsetning á skotvali liða í efstu deild á þessum árum sést ekki mikil breyting á milli ára. Þriggja stiga skotum fækkar hlutfallslega á tveimur síðustu árum sem er harla í takt við það sem nefnt er hér að ofan. Þessa breytingu má að öllum líkindum rekja til færslu þriggja stiga línunnar utar fyrir tímabilið 2011-2012.


Ef könnuð er dreifing á stigaskori í deildinni er sömu sögu að segja þar sem fjöldi stiga af vítalínunni er stöðugur, rétt undir 20% af heildinni.


Þvert á móti er hlutfall tvegga stiga skota af heildinni að hækka umtalsvert síðustu ár og sú þróun leitar upp á við eins og gula línan sýnir. Nokkuð sem mætti einnig rekja til tilfærslu þriggja stiga línunnar fyrir tveimur árum.


Þegar almenn skotnýting er könnuð sjáum við leitni niður á við í þriggja stiga skotum. Nýtingin tekur eðlilega góða dýfu eftir tilfærslu þriggja stiga línunnar. Nokkuð jöfn nýting í tveggja stiga skotum en mjög ánægjulega þróun upp á við er að sjá í nýtingu vítaskota. Vítanýtingin náði sínu hæsta gildi á því tímabili sem kannað var í nýliðinni deildarkeppni eða 72,7%




Af þessum gögnum að dæma er hægt að hrekja fyrrgreinda kenningu að áhersla liða í eftstu deild í körfubolta á Íslandi sé að færast í átt að þriggja stiga skotum. Hins vegar ef könnuð er þróun á fjölda allra skota utan að velli í heild milli ára sést allt önnur saga.


Umtalsverð aukning á skotum utan að velli á þessum árum eða um 1,4% að meðaltali á ári. Þessar tölur haldast í hendur við fyrri athugun á þróun leikhraða í deildinni á sama tíma.

Það er því ekki hægt að fullyrða að körfuboltalið á Íslandi séu að leita í meira mæli í þriggja stiga skotin frekar en önnur skot innan línunnar. Liðin eru hins vegar að skjóta mun meira í heildina litið sem sést einnig í auknum leikhraða í gegnum árin. Áhrifa tilfærslunnar á þriggja stiga línunni gætir víðs vegar í þessari athugun og því mögulega ekki hægt að álykta um efnið vegna þessa. Ruslið mun hins vegar fylgjast með þessari þróun á næstu árum.