Monday, June 3, 2013

Verticality reglan í NBA deildinni

Undanfarið hefur mikið farið fyrir lítt þekktri reglu í NBA deildinni sem kallast "The Rule of Verticality" en hún er sem hér segir skv. skýringum sem fylgja leikreglum NBA deildarinnar:

Kafli II - liður A(2). - 6. mgr.
A player is entitled to a vertical position even to the extent of holding his arms above his shoulders, as in post play or when double-teaming in pressing tactics.
Any player who conforms to the above is absolved from responsibility for any contact by an opponent which may dislodge or tend to dislodge such player from the position which he has attained and is maintaining legally. If contact occurs, the official must decide whether the contact is incidental or a foul has been committed.

Í stuttu máli segir hún að varnarmaður geti teygt sig lóðrétt upp og jafnvel hoppað beint upp á móti sóknarmanni á þess að fá á sig villu við árekstur. Varnarmaður verður hins vegar að hoppa þráðbeint upp og hafa hendurnar beinar upp í loftið til þess að þessi regla eigi við.

Sums staðar hef ég lesið að þessi regla eigi við jafnvel þótt varnarmaður sé staddur fyrir innan hálfhringinn (e. The Restricted Area) þegar árekstur verður.

Roy Hibbert, miðherji Indiana Pacers, notfærir sér þessa reglu óspart og hefur einnig notið góðs af henni. Skemmst er að minnast þegar LeBron James fékk á sig sóknarvillu í sjötta leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar á laugardagskvöld.


Hibbert stekkur beint upp, að vísu ekki með hendurnar þráðbeint upp, en tekur höggið frá LeBron sem setur bæði hnéð og olnbogann á undan sér til að skýla boltanum.

Þetta er tvísýnn dómur en réttur ef eitthvað er að marka reglurnar.

Önnur regla á einnig við hér sbr. fyrrnefndar skýringar:

Kafli II - Liður C. 13. mgr.
An offensive foul shall be assessed if the player initiates contact in a non-basketball manner (leads with his foot, an unnatural extended knee, etc.).

Sama var dæmt þegar Shane Battier fékk á sig sóknarvillu við svipaðar aðstæður.