Deildin er cirka hálfnuð fyrir flest liðin. Washington Wizards hafa enn ekki unnið útileik (0-21) sem er í raun met. Versta útivallarrecordið er 0-20 af Baltimore Bullets tímabilið 1953-54. Reyndar voru augljóslega færri leikir þá en nú en samt. Þetta lítur illa út hjá Wizards.
Ég ætla samt að tippa á að þeir muni vinna sinn fyrsta útivallarleik í febrúar og muni klára tímabilið með minnst 5 sigra á útivelli. Þeir eru með of góða einstaklinga í liðinu til þess að láta þetta viðgangast.