Dominos deild kvenna - Liðin

Hér að neðan má sjá greiningu á liðum Dominos deildar karla eftir Four Factors aðferð.  Þá eru teknir saman fjórir þættir sem taldir eru hafa hvað mest áhrif á leik liða í sókn og vörn, en þeir eru virk skotnýting (eFG%), hlutfall tapaðra bolta (TOV%), hlutfall sóknarfrákasta (ORB%) og að lokum hlutfall víta á móti skottilraunum utan að velli (FT/FGA). Í sókn eru þetta gildi fyrir liðið sjálft en í vörn eru þetta gildi fyrir andstæðinga liðanna. Hægra meginn við hvern þátt kemur fram í hvaða sæti liðið lendir meðal hinna liðanna í hverjum þætti.


Á myndinni hér að neðan má sjá vegið meðaltal þessarra þátta í sókn (S) og vörn (V), þ.e. vegið meðaltal á sætaskipan liðanna í hverjum þætti. Skotnýtingin (eFG%) fær mesta vigt eða 40%, tapaðir boltar (TOV%) 25%, sóknarfráköstin (ORB%) 20% og að lokum hlutfall víta og skottilrauna (FT/FGA) 15%. Jafnt meðaltal þessara tveggja vegnu meðaltala sýnir svo "Alls" dálkinn. Lægstu gildin í S, V og Alls dálkunum sýna bestu liðin í sókn, vörn og í heildina. ORgt og DRgt og Pace eiga flestir að þekkja sem fylgst hafa með tölfræðiumfjöllun hér á Ruslinu, en OffFloor% og DefFloor% hafa ekki sést hér áður. Floor% sýnir hlutfall sókna þar sem skorað er a.m.k. eitt stig á móti öllum sóknum. Hlutfall sem sýnir nýtingu liða á þeim sóknum sem spilaðar eru. Hátt gildi í OffFloor% er jákvætt en lágt gildi í DefFloor% er jákvætt.  Liðunum er raðað upp eftir gildum í "Alls" dálkinum.