Flestir áhugamenn um NBA spila einhverja útgáfu af Fantasy Basketball hvort sem það er á facebúkk eða annars staðar.
Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá gengur Fantasy leikurinn út á að þú færð takmarkað fé til að velja leikmenn og markmiðið er að fá sem flest stig út úr þeim leikmönnum sem að þú velur. Stig leikmanna eru reiknuð eftir framlagsjöfnu en framlagsjafna er notuð til að mæla framlag hvers leikmanns, en inn í hana eru teknir allir þættir svo sem hlutfall tekinna skota og þeim sem leikmenn hafa hitt, hversu oft bolta var náð og bolta tapað, fráköst og svo framvegis.
Hér verður einn Fantasy spekingur valinn í viku hverri og lið hans birt á Ruslinu. Markmið með þessum vikulegu pistlum er að skyggnast inn í hugarheim NBA spekinga og um að gera að nota commentakerfið til að ræða lið hans.
Fyrsti spekingurinn er Trausti og lið hans TBone Hornets er þannig skipað:
Mike Conley (G)
Aron Affalo (G)
Micheal Beasley (F)
Elton Brand (F)
Kevin Love (C)
Blake Griffin (UT)
Jofn Wall (UT)
Roy Hibbert (UT)