Friday, January 28, 2011
Stjörnuleikurinn 2011 - Yao Ming er All-Star leikmaður
Byrjunarliðin eru komin fyrir Stjörnuleikinn og það sem vekur kannski helsta athygli er það að Knicks og Bulls eiga menn í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan 90's var og hét.
Austurdeildin
Dwyane Wade - Miami Heat
Derrick Rose - Chicago Bulls *fyrsti Bulls maðurinn til að byrja stjörnuleik síðan MJ '98
LeBron James - Miami Heat
Amare Stoudamire - New York Knicks *fyrsti Knicks maðurinn til að byrja síðan Ewing '92
Dwight Howard - Orlando Magic
Vesturdeildin
Chris Paul - New Orleans Hornets
Kobe Bryant - L.A. Lakers *hlaut flest atkvæðin af öllum þeim sem voru kosnir
Carmelo Anthony - Denver Nuggets
Kevin Durant - Oklahoma City Thunder
Yao Ming - Houston Rockets (á ekkert að fara að takmarka gildi atkvæða frá Kína?)
David Stern mun síðan tilkynna hver kemur í stað Yao þegar búið er að velja varamenn leiksins. Gregg Popovich mun síðan ákveða hver byrjar inn á.
Annars er voða lítið hægt að setja út á þessi lið fyrir utan Yao ruglið en mig grunar þó að Doc Rivers muni tjá sig eitthvað um það að enginn Boston leikmaður hafi komist í byrjunarliðið.
Nú verður bara spennandi að sjá hverjir munu fylla bekkina í leiknum.