Tuesday, February 22, 2011

Carmelo Anthony mun spila í treyju nr. 7 hjá Knicks

Það hefur nú verið staðfest að Melo muni spila í treyju nr. 7 hjá New York Knicks.  Upphaflega ætlaði hann að spila í nr. 13 en Knicks hafa ákveðið að senda það númer upp í rjáfur til heiðurs Mark Jackson, New York legend sem spilaði sjö tímabil fyrir Knicks.

Ástæðan fyrir því að hann mun ekki spila með sitt gamla númer sem hann spilaði í hjá Nuggets er sú að 15 hefur verið tekið úr umferð til heiðurs Earl "The Pearl" Monroe og Dick McGuire.


HookUp:  DimeMag.com