Nýjustu fregnir herma að Rússinn í New Jersey hafi ekki enn gefist upp á að ná í Melo, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. Sögusagnir segja að samningar milli New Jersey Nets og Denver Nuggets séu á lokastigi og aðeins formsatriði að klára skiptin.
New Jersey fengju Carmelo Anthony, Chauncey Billups, Sheldon Williams, Melvin Ely og Renaldo Blackman. Denver Nuggets fengju Derrick Favors, Devin Harris, Ben Uzoh, Troy Murphy og fjögur draft pikk.
Allt hangir þetta hins vegar á því hvort Melo sé tilbúinn til að semja við Nets til lengri tíma, sem hann er tregur til.
Einnig hafa heyrst raddir þess efnis að Melo muni hitta stjórnendur New York Knicks um helgina en allir vita að þangað vilji hann fara. Ekkert hefur hins vegar enn verið staðfest.