New York Knicks gengu frá samkomulagi við Denver Nuggets og Minnesota Timberwolves í nótt sem varð til þess að 12 leikmenn finna sér nýtt heimili á næstunni.
New York Knicks bag the elephant og landa Carmelo Anthony auk Chauncey Billups, Shelden Williams og Renaldo Balkman frá Denver Nuggets. Nuggets fá Ray Felton, Danilo Gallinari, Wilson Chandler, Anthony Carter og Timofey Mozgov auk draft pikks í fyrstu umferð og 2 draft pikk í annarri plús $3 milljónir í cash.
New York Knicks sendu einnig Eddie Curry og Anthony Randolph til Minnesota Timberwolves fyrir Corey Brewer.
Knicks með STAT, Melo og Billups verða án efa töluverð ógn í austrinu þó mér finnist þeir hafa göttað rosterinn all svaðalega, en það verður gaman að fylgjast með þróuninni hjá liðinu fram að úrslitakeppni. Melo á eflaust eftir að blómstra enn frekar í sóknarmiðuðu kerfi D'Antoni og í sínum eigin heimabæ. Denver hins vegar geta að mínu mati gengið nokkuð sáttir frá borðinu með Felton, Gallinari og baráttuhundinn Wilson Chandler. Líklegt þó að þeir sendi frá sér Mozgov aftur áður en leikmannaskiptaglugginn lokast.
HookUp: Yahoo! Sports