Saturday, February 19, 2011
Gallinari með í nýjasta tilboði Knicks í Melo
Knicks hafa hingað til verið tregir við að láta af hendi Ítalann Danilo Gallinari í tilraunum sínum til að landa Carmelo Anthony - allt fram að þessu.
Nýjasta útspil Dolan og Walsh er að bjóða fram Gallinari, Raymond Felton, Wilson Chandler, Eddy Curry (og hans risastóra samning sem fer að renna út), draft pikk. New York fengju í staðinn frá Denver Carmelo Anthony, Chauncey Billups, Renaldo Blackman og Shelden Williams.
Það hefur lekið út að þessi skipti séu svo gott sem klár, en við trúum engu fyrr en við sjáum hann í nýrri treyju.
HookUp: SLAM Online