Thursday, February 10, 2011
Jerry Sloan hættur með Utah Jazz
Nýjustu fregnir eru heldur óvæntar.
Jerry Sloan er hættur sem þjálfari Utah Jazz.
Aðeins viku eftir að hafa samþykkt að framlengja samning sinn við Utah tilkynnti Sloan að hann væri hættur.
Samkvæmt einhverjum miðlum er ástæðan sú að hann og Deron Williams lentu í rifrildi í hálfleik gegn Chicago Bulls og það hafi endanlega fyllt mælinn hjá Sloan sem er búinn að vera í 23 ár hjá Utah Jazz.
Samband þeirra er búið að versna með hverri vikunni og var orðið það slæmt að annar þeirra varð að víkja.
Sloan var einfaldlega kominn með nóg af því að félagið hlustaði meira á Deron en sig.
Hvað ætli Utah aðdáendur segi við þessu? Taka þeir hlið Sloan eða Deron?
NBA deildin mun því sjá á eftir Jerry Sloan, Larry Brown og Phil Jackson eftir tímabilið.