Tuesday, February 8, 2011

LeBron James veit hvað skiptir mestu máli


Þegar um 7 mínútur voru eftir af leik Miami Heat gegn LA Clippers á sunnudaginn braut Eddie House glæfralega á Blake Griffin til að hindra það að hann næði einni af sínum alræmdu alley-oop troðslum.  Dómarar kalla strax flagrant 2 villu sem hefði a) sent Eddie House í sturtu, b) orðið til þess að House hefði fengið væna sekt, c) og Clippers hefðu fengið tvö víti og boltann.

Dómararnir voru þó ekki alveg vissir í sinni sök og vildu fá að sjá brotið í endursýningu á skjá - rétt skal vera rétt.  LeBron James hins vegar var ekki alveg að nenna að bíða eftir því þeir skoðuðu þetta allt saman aftur til að fá réttan dóm.  Hvers vegna?
“I got a Super Bowl party to go to man, c’mon.”
Vel gert, 'Bron.

HookUp:  NBC SportsBrian Windhorst