NCAA úrslitakeppnin eða March Madness eins og hún er kölluð er tími óvæntra úrslita. Ein slík komu upp í nótt þegar Kentucky Wildcats, lið með mjög ungum leikmönnum unnu liðið sem flestir höfðu spáð að færi alla leið og tæki titilinn. Frábær og æsispennandi leikur eins og svo margir í þessari keppni. Kentucky mætir svo North Carolina í úrslitum austurriðilsins og það verður svakalegur leikur. Mikil hefð og rígur milli þessarra liða.