Pacers ætluðu heldur betur að stríða mínum mönnum í Bulls strax á fyrstu mínútu og var mér hætt að lítast á blikuna þegar líða fór á þriðja hluta þar sem munurinn fór yfir 10 stig. Bulls gáfu hins vegar í um miðjan fjórða hluta og 14-1 rönn kom þeim aftur inn í leikinn sem Kyle Korver klárað svo með þrist, John Paxon style. Korver náði að bjarga sér fyrir horn í seinni hálfleik en mig langaði óstjórnlega til að kirkja manninn í fyrri hálfleik - tapandi boltanum trekk í trekk á mikilvægum augnablikum.
Meðferð Tyler Hansbrough á Carlos Boozer kom mér nákvæmlega ekkert á óvart því þetta er nákvæmlega það sama og gerðist í síðasta deildarleik þessara liða sem Indiana unnu með stórleik frá Psycho-T. Boozer ræður bara ekkert við strákinn þegar hann er í ham. Miklu grimmari, sneggri og með deadly mid-range djömper sem Booz verður að hafa fyrir að dekka. Það sem kom hins vegar skemmtilega á óvart var frábær leikur frá Darren Collison sem ég vissi að væri góður, en ekki SVONA góður. Rose var í bullandi vandræðum með hann þar sem hann fór oft illa með Bulls vörnina með einföldum pick-n-roll leikfléttum. Hann var ekki fallegur en sigur var það engu að síður.
Þá komum við að öðrum leik, þar sem ég hélt að mínir menn myndu nú sýna sitt rétta andlit - en heldur betur ekki. Hittu ekki rassgat og voru í bullandi vandræðum með þetta lið sem lenti í áttunda sæti austurdeildarinnar með um 45% vinningshlutfall. Korver enn og aftur með stóran þrist í krönsj tæm sem kom Bulls þægilega yfir en klúðursleg villa Derrick Rose á AJ Price í þriggja stiga skoti kom sér ansi illa. Enn og aftur ljótur sigur, en sigur engu að síður.
Bulls eru þó 2-0 í þessari seríu en fara ekki beint stútfullir sjálfstrausts til Indianapolis. Bulls hafa unnið báða þessa leiki, en að miklu leyti vegna þess að Pacers klúðruðu þeim báðum á ögurstundu með ósamstíga varnarleik. Allt of mikið hangir á Derrick Rose í sóknarleik Bulls sem virðist nánast eingöngu snúast um hvað hann býr til. Þetta er hins vegar strategían hans Tom Thibodeau sem hefur skilað þeim þangað sem þeir eru í dag. Vörn ofar öllu, sóknin fylgir í kjölfarið.