Sunday, April 3, 2011

MVP


36 stig, 10 stoðsendingar og 3 blokk.  Aðeins sex aðrir leikmenn síðustu 25 árin hafa endað leik með 35 stig, 10 stoðsendingar og 3 blokk eða meira, þar af eru Dwyane Wade, LeBron James og Vince Carter.

Sjötti leikur Rose á tímabilinu með 30 stig og 10 stoðsendingar eða meira... næstmesta frá leikmanni Chicago Bulls síðustu 25 ár.  You guessed it... Jordan nr. 1 þar með 14 leiki '88-'89 tímabilið.

Rose er með 25,1 stig og 7,9 stoðsendingar, en hann þarf samtals 44 stoðsendingar í þeim sex leikjum sem eftir eru til að ná 8 stoðsendingum að meðaltali.  Aðeins Oscar Robertson var með 25 stig og 8 stoðsendingar í leik á sínum 22. aldursári.  Nái hann þeim áfanga verður hann aðeins sá fjórði í sögunni til þess.

MVP... þarf að ræða þetta eitthvað frekar?

HookUp:  ESPN Stats & Info