Bulls áttu einhvern besta varnarleik sem ég hef séð lengi, með defensive rating upp á 83,8 eða leyfðu Hawks aðeins 83 stig per 100 sóknir - það lægsta sem af er þessari úrslitakeppni. Hawks skoruðu aðeins 26 körfur utan að velli (26/77; 33,8%) og voru 3/13 í þristum (23%). Bulls unnu fráköstin 58-39 en Bulls rifu niður 81,5% af öllum varnarfráköstum sem í boði voru. Hawks fengu varla frið til að draga inn andann í lok fjórða hluta þegar Bulls gengu frá leiknum.
Ég ætla hins vegar ekki að fjölyrða frekar um sóknarleik Chicago sem var ekki eins fallegur. En sigur er sigur, hversu ófríður sem hann er.