Tuesday, May 31, 2011

Fyrstu Finals Co-MVP sögunnar?


Aldrei áður hefur NBA deildin boðið uppá Finals Co-MVP. Er 2011 ekki tilvalið ár fyrir þennan merka viðburð í sögu NBA deildarinnar?

Til þess að vinna Finals MVP þarf þitt lið að vinna titilinn og afhverju telur Pulsan Miami Heat vera sigurstranglegra? Fjórir einfaldir punktar:

  1. Þeir eru með yngra lið, þarf sprækar lappir til að klára júní leiki (sbr. TP Finals MVP '07)
  2. Eru einfaldlega sterkari varnarlið, Dallas ekki mætt neinni mótspyrnu á þeim endanum alla úrslitakeppnina.
  3. Endurkoma Udonis Haslem er líkt og viðbót remúlaðsins á pulsuna. Nauðsynlegt combó. Sóknarlega tekur hann stóran varnarmann frá körfunni (LeBron og Wade hagnast) og nær mikilvægum sóknarfráköstum. Varnarlega er hann himnasending til að dekka Dirk (fór illa með hann 2006) og virðist hirða allt rusl sem LeBron, Wade og Bosh eru of fínir til að taka.
  4. Fjórði og síðast punkturinn er mikilvægur þar sem allir þrír punktarnir hér að ofan gætu klikkað (...en munu EKKI gera) Dallas Mavericks eru þekktir tjókerar. Þessi álög munu fylgja þeim og hafa gert síðan 2006. Hafa ekki enn bankað uppá 2011, en hver leikur færir þá nær þessari heimsókn sem er óumflýjanleg.

Hvað varðar Finals MVP þá er LeBron mun líklegri en Wade þar sem mid-range og 3pt leikurinn hentar honum betur (erfiðara að komast upp að körfunni sökum Tyson Chandler), Dallas eru einnig með verri varnarmenn á hann en Wade, síðan en ekki síst þá fær hann líka að spreyta sig á Dirk varnarmegin og gæti þannig átt Finals MVP útaf fyrir sig. Dwayne Wade finnst hinsvegar drullugaman að spila á móti Dallas Mavericks og þess vegna spái ég Finals Co-MVP í ár.

Hálftími í að partýið byrji...