Veislan er hafin! Heat-Celtics serían að rúlla af stað í kvöld. Samanlagður stjörnuleikjafjöldi leikmanna Heat og Celtics er 80. Það er met. Fyrra metið var 68. Stjörnustríðið er hafið! Hver verður Obi-Wan Kenobi þessarar seríu?
Lykillinn fyrir Heat er að koma D.Wade í einhvern ham á móti Celtics. Hann er einungis með 13 stig að meðaltali í vetur í leikjum Heat á móti þeim grænu í vetur. Lægsta af öllum liðum í deildinni.
Fyrir Celtics þá er Rondo lykillinn að góðum leik þar. Hann var frábær í Knicks seríunni eftir að hafa hikstað undanfarið. Svo verður athyglisvert að fylgjast með Bosh sem er í fyrsta skipti kominn í gegnum fyrstu umferð kljást við Garnett.
Ég ætla skjóta á að Celtics taki þetta í 6 leikjum. Hverju spáir þið?