Kidd +42 | Chalmers +14 |
Nowitzki +40 | Howard +6 |
Chandler +30 | House +2 |
Marion +28 | Haslem -2 |
Terry +22 | Wade -6 |
Cardinal +3 | Bosh -7 |
Mahinmi -4 | Bibby -10 |
Stojakovic -9 | Miller -11 |
Haywood -11 | Anthony -20 |
Barea -24 | James -36 |
Stevenson -31 |
Það sem vekur athygli við þessa tölfræði er óvænt besta +/- gildi Jason Kidd sem fór framúr Nowitzki eftir síðasta leikinn, eflaust þar sem Þjóðverjinn var að spila frekar illa framan af en Dallas liðið samt sem áður að spila góðan leik. Barea með furðulega lágt gildi, líklega vegna þess að hann var inn á vellinum oft á meðan Dirk var utanvallar. Chandler með frábæra seríu og er ég verulega farinn að efast um stjórnunarhæfileika Michael Jordan utan vallar þar sem Charlotte Bobcats fengu ekkert út úr Chandler á þeim tíma sem hann var þar og létu hann svo fyrir slikk.
Jú, þarna höfum við það skjalfest... LeBron James hvarf í lok seríunnar. -11 og -24 frammistaða síðstu tveggja leikjanna vegur þó þyngst þarna. Mario Chalmers átti góða seríu eins og sést og tók byrjunarliðssæti Mike Bibby þegar á leið þar sem hann gat ekki blautan. Kemur ekki á óvart að Pat Riley hafi boðið honum framlengingu.
Emmcee á Twitter: @Emmcee23