Friday, June 24, 2011

NBA nýliðavalið 2011



Ekki kannski það allra besta NBA draft sögunnar (það er til tölfræði sem styður það) en engu að síður er alltaf spennandi að fylgjast með hvar menn enda.  Fyrstu 15 nýliðarnir sem valdir voru eru taldir upp hér að neðan:
  1. Cleveland Cavaliers - Kyrie Irving
    Enginn vissi hvað Cavs myndu velja í fyrsta valrétti.  Ekki einu sinni hann sjálfur.  Þetta er samt sá leikmaður sem nánast allir höfðu spáð að færi fyrstur.  Öflugur bakvörður, sem hefur farið óleynt með aðdáun sína á LeBron James - sem hefur vakið pirring í Cleveland borg.
  2. Minnesota Timberwolves - Derrick Williams
    Sá nýliði sem sérfræðingar segja að sé hvað best útbúinn fyrir NBA bolta strax.  Wolves verða með spennandi lið næsta vetur með Williams og Love í framlínunni og Rubio í point.
  3. Utah Jazz - Enes Kanter
    Eru Jazz að finna sér upgrade á Mehmed Okur?
  4. Cleveland Cavaliers - Tristan Thompson
    Frákastari og blokkari.  Cavs þurfa alla hjálp sem býðst.
  5. Toronto Raptors - Jonas Valanciunas
    Gríðarlega hreyfanlegur og snöggur sjö feta center.  Gallinn er bara sá að Raptors gætu þurft að bíða eftir honum í 1-2 ár, en spekingarnir segja það vel þess virði.
  6. Washington Wizards - Jan Vesely
    207 cm hvít sleggja frá Tékklandi sem spilar hátt yfir hringnum.  Spekingar kalla hann næsta Andrei Kirilenko en við skulum nú vona að hann afsanni þá kenningu - hans vegna.
  7. Sacramento Kings (sendur til Charlotte Bobcats) - Bismack Biyombo 
    Mest hæpaði nýliðinn í draftinu.  19 ára gutti frá Kongó sem datt inn í nýliðavalið frá Spáni - öllum að óvörum.  205 cm hár með freakish 224 cm vænghaf.  Blokkar allt sem fyrir honum verður og hefur lofað okkur að hann verði frákastahæstur í deildinni á sínu fyrsta ári.  Er hins vegar alveg týndur í sókn. Michael Jordan og Bobcats taka stóra sjensinn með þessu vali og vona ég að það verði þess virði.  MJ hefur ekki gott track record í vali á nýliðum... hmmm Adam Morrison og Kwame Brown anyone?
  8. Detroit Pistons - Brandon Knight
    Öflug skytta segja spekingarnir.
  9. Charlotte Bobcats - Kemba Walker
    Ég hreinlega skil ekki hvers vegna þess drengur endaði í 9. sæti.  Var magnaður í liði UConn í ferð þeirra alla leið í NCAA titilinn og er fæddur sigurvegari - að eigin sögn.
  10. Milwaukee Bucks (sendur til Sacramento Kings) - Jimmer Fredette
    Stigahæsti leikmaður háskólaboltans.  Getur skorað nánast að vild en á víst ekki gramm af varnarleik í sér.  Held hins vegar að Paul Westphal þjálfari Kings hafi ekki miklar áhyggjur af því þar sem vörn er eitthvað sem menn smyrja oná brauð í Sacramento.
  11. Golden State Warriors - Klay Thompson
    Sonur Mychal Thompson sem lék í NBA deildinni fyrir löngu síðan.  Mögnuð skytta segja spekingarnir.
  12. Utah Jazz - Alec Burks
    Þekki þennan gaur ekki neitt.
  13. Phoenix Suns - Markieff Morris
    Annar tvíburanna frá Kansas háskólanum.  Sterkur strákur með góðan fundamental leik.
  14. Houston Rockets - Marcus Morris
    Sjá nr. 13... þeir eru beisiklý nákvæmlega eins þessir bræður.
  15. Indiana Pacers (sendur til San Antonio Spurs) - Kawhi Leonard
    Spurs sendu George Hill til Indiana fyrir þennan dreng og þá hlýtur bara að vera eitthvað varið í hann.  Frákastari með fáránlega stórar hendur.