Monday, August 15, 2011

LeBron James skólaður af kínverskum leikmanni

Þetta eru samskipti Kína og Bandaríkjanna í hnotskurn.  Kína á beisíklý Bandaríkin eins og staðan er í dag, eiga stærstan forða dollara í heiminum og eru stærstu lánadrottnar Bandaríkjanna.  Engu líkara en þetta hafi verið raunin á körfuboltavellinum einnig þegar King James hélt í kynningarferð til Kína.  Þarna er (af mörgum talinn) besti körfuboltaspilari heims að spila á móti kínverskum guttum og fær væna útreið frá einum þeirra á 48 sekúndum.  Rændur, smettaður og fær svo þrist í grillið í lokin.



Ok... kannski var þetta ekki alveg smettun og kannski er hann ekki að spila sinn rétta leik þarna og ekki mikið að marka þetta en að sjá hvernig hann spilar þarna minnir óneitanlega á leik 6 á móti Dallas í júní.  Just sayin'

Update:  Þetta er víst frá Tævan en ekki Kína skv fréttatilkynningu frá Nike...  Tævan heitir reyndar öðru nafni Republic of China þannig að þetta var ekki fjarri lagi.  Góð saga samt.