Friday, August 26, 2011
RonRon verður Metta World Peace
Eldflaugafræðingurinn Ron Artest er búinn að fá það í gegn að breyta nafninu sínu og mun frá og með deginum í dag heita Metta World Peace.
World Peace mun einnig breyta um númer hjá Lakers og verður númer 70 en það verður þriðja númerið hans á þremur árum hjá Lakers.
Um númerabreytinguna hafði World Peace þetta að segja: "I’m changing it to 70 because it’s like something to do with the universe." Þá vitum við það.
Það sem er næst hjá Metta World Peace kallinum er að spila í Englandi þar sem hann fær 2500 dollara á mánuði.
Þess má geta að á síðasta tímabili fékk Ron Artest rúma 2600 dollara á MÍNÚTU hjá Lakers.
Heimsfriðurinn er dýr.