Það eru til margar góðar sögur af þessum snillingi, líklega efni í heila bók. Mér er minnisstæðast þegar hann kom náhvítur á æfingu hjá ÍR eftir að vinur hans og herbergisfélagi Arthur Babcock (sem þjálfaði og lék með ÍR á þessum tíma) hafði klesst bíldruslu sem þeir höfðu til afnota á staur í glerhálku í Breiðholtsbrekkunni. Fyrsta og líklega eina skiptið sem ég hitti fyrir "hvítan" blökkumann.