Tuesday, October 11, 2011

Tæpt er það


Það ætti öllum að vera ljóst að PAxel "kláraði" KR með flautuþrist í leik um titilinn Meistari meistaranna. Íþróttadeild St.2 fór yfir málið og sýndi fram á að klúður á ritaraborði DHL hallarinnar hafi orðið til þess að hann náði af skoti í tæka tíð.  Brynjar Þór Björnsson, KR-ingur sem nú leikur með Jämtland í sænsku deildinni, deildi hins vegar þessari mynd með okkur þar sem ekki er annað hægt að sjá en þetta sé ANSI tæpt.  Erfitt er að sjá á myndinni hvort PAxel hafi verið búinn að sleppa boltanum á þessu augnabliki en manni sýnist ekki.  Það sést hins vegar að klukkan er á núlli á hliðarkörfunni.

Hefði ritaraborðið sett klukkuna af stað á réttum tíma hefði þetta verið útilokað allan tímann.  Það nær enginn að grípa bolta, taka hann niður og fleygja upp skoti á 0,57 - hvað sem PAxel segir.