Ef skoðuð er þróun leiksins á vef KKÍ sést að fjöldi stigalausra mínútna hjá KR eru samtals 16. Sem sagt, KR-ingar skoruðu ekki stig í 40% af leiktímanum! Þróun Grindavíkur hins vegar er nánast þráðbein 45° lína upp. Segir meira en mörg orð.
Grindvíkingar stýrðu tempóinu algerlega. Héldu fjölda sókna langt undir meðaltali deildarinnar eða 72,1 - en meðaltal deildarinnar var 83,9 eftir 6 umferðir. Eins og þið sjáið í töflunni hér að neðan er þetta einnig langt undir meðaltölum beggja. Slakir sóknarburðir KR eru skjalfestir einnig hér að neðan þar sem sést að þeir eru -16,9 undir meðalsóknargildi sínu og 21,5 yfir varnargildinu.
Vitnisburður um stórkostlegan varnarleik Grindvíkinga eða skelfilega frammistöðu KR-inga? Læt ykkur um að dæma um það.
KR | +/- | GRN | +/- | |
Pace | 72,1 | -11,2 | 72,1 | -14,5 |
Stig | 59 | -27,6 | 85 | 11,6 |
Orgt | 81,8 | -16,9 | 117,9 | 11,0 |
Drgt | 117,9 | 21,5 | 81,8 | -8,2 |
Mynd: Daníel Rúnarsson (NBA Ísland)