Tvö bestu lið Iceland Express deildar kvenna, KR og Keflavík, mættust í 7. umferð á miðvikudagskvöldið og þarf ekki að fjölyrða um úrslitin sem voru öruggur sigur Keflavíkurstúlkna. Leikurinn hefur ekki verið mikið fyrir augað en tölfræðin gefur góða mynd af því. 42 tapaðir boltar hjá liðunum í leiknum og skotnýting KR-inga vægast sagt skelfileg.Ef kafað er dýpra í tölfræðina sjáum við að hraðinn í leiknum var meiri en KR á að venjast og hafa þær hleypt Kef í að stjórna tempóinu. KR tekur 13 fleiri skot en meðaltal þeirra (70,0) sýnir yfir tímabilið, Kef hins vegar nánast á meðaltali sínu (74,8). Hraði leiksins var 90,6 sóknir miðað við útreikninga sem er vel yfir meðaltali KR eða +7,3 - Kef þó eitthvað minna yfir sínu. Bæði lið spila langt undir pari hvað sóknarleik varðar en það er vörnin sem verður KR að falli hérna með 92,7 varnarstig (ORgt) sem er heilum 10,7 yfir meðaltali vetrarins. (Markmiðið er að fá hærri gildi í ORgt og lægri gildi í DRgt)
KR | +/- | KEF | +/- | |
Pace | 90,6 | 7,3 | 90,6 | 4,1 |
Stig | 70 | -6,2 | 84 | -2,6 |
ORgt | 77,2 | -14,2 | 92,7 | -10,7 |
DRgt | 92,7 | 10,7 | 77,2 | -7,1 |
KR stúlkur virðast vera í einhverri lægð sem þær þurfa að brjótast út úr. Tap fyrir Haukum á Ásvöllum og nú tap fyrir Kef á heimavelli í leik um efsta sæti deildarinnar. Velta má fyrir sér hvort þessi einkennilega ákvörðun KR að reka leikmann sem var að skila glimrandi tölum með liðið á mikilli siglingu hafi hreinlega verið mistök - en eflaust eru aðrar ástæður fyrir því. Kef hins vegar í toppsætinu eins og búið var að spá þeim. Ekki var það samt breiddin sem skilaði þeim þessum sigri því aðeins byrjunarliðið skoraði í leiknum með Jaleesa Butler í broddi fylkingar og Birnu Valgarðs sem nánast landaði sigrinum upp á eigin spýtur í fjórða hluta.
Mynd: Jaleesa Butler á flugi (via Visir.is)