Saturday, November 26, 2011

VERKBANNINU ER LOKIÐ!



Samninganefndir leikmanna og eigenda hafa komist að samkomulagi um stærstu ágreiningsefni þeirra í milli. Enn á þó eftir að bæði útkljá minni þætti eins og aldurstakmark fyrir draftið, lyfjapróf og annað þess háttar. Þetta samkomulag er þó háð samþykki meirihluta þeirra 29 eigenda og yfir 450 leikmanna deildarinnar. Menn hins vegar búast við því að það verði ekki til fyrirstöðu þar sem meirihluti leikmanna vill eflaust fara að drífa sig í vinnuna.

Fyrir mitt leyti þá virðast jólin ætla að koma snemma í ár og því ber að fagna.