Margir Lakers menn hafa kennt Andrew Bynum um ófarir liðsins gegn OKC. Færa má rök fyrir því með t.d. þessum myndböndum en þó held ég að framlína OKC hafi einfaldlega verið númeri of stór fyrir Bynum og Gasol. Kendrick Perkins þurfti ekki double-team til að ráða við Bynum og svo að lokum var guttinn búinn að missa áhugann eins og sést einnig mjög vel í þessum myndböndum.
Annað myndband sem ég rakst á sýnir hversu fáránlega öfluga vörn Perkins var að spila á strákinn. Frontar hann út og suður og þarf engan að undra hvers vegna boltinn komst sjaldan eða aldrei inn í teiginn.