Er jump-shot Rondo kominn til að vera? Sá var í ruglinu í nótt. Spilaði allar 53 mínútur leiksins. Skaut 16/24 utan að velli og með 44 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar. Þessi
mynd frá NBA Íslandi segir meira en mörg orð. Ekki dugði það hins vegar til að tryggja sigurinn. Celtics hefur engan veginn tekist að nýta sér fjarveru Chris Bosh í þessum tveim leikjum og er maður farinn að efast um að þeir hafi nægt eldsneyti til að komast í úrslitin.