Tuesday, June 12, 2012

Fyrsta og annað sætið í MVP kosningu mætast í úrslitum


Í tólfta sinn í sögu NBA deildarinnar mætast í Finals, verðmætasti leikmaður deildarinnar og sá sem lenti í öðru sæti í þeirri kosningu. Hér að neðan eru þeir taldir upp sem mæst hafa í úrslitum, MVP á undan og annað sætið á eftir.  Þeir sem stóðu uppi sem meistarar eru feitletraðir.

1957 - Bob Cousy vs. Bob Pettit
1961 - Bill Russell vs. Bob Pettit
1963 - Bill Russell vs. Elgin Baylor
1967 - Wilt Chamberlain vs. Nate Thurmond
1970 - Willis Reed vs. Jerry West
1980 - Kareem Abdul-Jabbar vs. Julius Erving
1985 - Larry Bird vs. Magic Johnson
1991 - Michael Jordan vs. Magic Johnson
1992 - Michael Jordan vs. Clyde Drexler
1997 - Karl Malone vs. Michael Jordan
1998 - Michael Jordan vs. Karl Malone
2012 - Kevin Durant vs. LeBron James

Í níu af þessum ellefu skiptum sem þetta hefur gerst, hefur verðmætasti leikmaður deildarinnar unnið titilinn.  Í hin tvö skiptin voru það ómannleg kvikindi eins og MJ og Magic sem brutu þá reglu.  Í níu af þessum ellefu skiptum hefur liðið sem vann meistaratitilinn verið með heimavallarréttindin og enn og aftur voru það Magic og Jordan sem leiddu þar sín lið alla leið.

Sagan er ekki með LeBron James þessa ferðina frekar en fyrri daginn.  Það getur hins vegar allt gerst í Finals og það er það sem gerir þessa íþrótt svo skemmtilega. 

Ég segi hins vegar að Oklahoma Thunder muni taka þessa seríu í sex leikjum.