Segið það sem þið viljið um Kevin Garnett (og ég á það sjálfur til að drulla yfir hann) en maðurinn er fagmaður út í fingurgóma. Hann er viðbrunnin steik oft inni á vellinum en hann kemur alltaf tilbúinn til leiks og skilar sínu þegar skrokkurinn leyfir. Það lekur fagmennskan af þessu viðtali, þrátt fyrir óþolandi og klisjukenndar spurningar frá Doris Burke.