Í vikunni sá ég tvít frá Doug Thonus sem er bloggari á Chicago Bulls Confidential blogginu, þar sem hann útilokaði skipti sem kæmu Dwight Howard til Chicago. Ekki það að ég hafi verið að halda í mér andanum þar til D12 fer til Chicago, en það var hins vegar ástæðan sem vakti snögglega athygli mína.
The only way this changes is if Howard agrees to an extension with Chicago which he won't because Adidas will kill his contract
— Doug Thonus (@dougthonus) July 13, 2012
Þar hafiði það! Adidas skó-risinn og spons-samningurinn hans við Dwight Howard eru áhrifabreyta í vali leikmannsins á vinnustað í framtíðinni.
Staðreyndin er hins vegar sú að Adidas eru nú þegar með skrilljóna-samning við Chicago Bulls leikmanninn Derrick Rose og hafa ekkert að gera við Dwight Howard í sama liði. Einhvers staðar las ég líka að það er termination-klausa í samningnum hans ef hann fer í eitthvað af hinum "Adidas liðunum".
Howard gæti tapað eitthvað á bilinu 3-10 milljónum dollara við að semja við Chicago. Maður hugsar þá, so what... Nike pikka hann upp áður en Adidas henda samningnum hans í tætarann. Jú, mögulega en þar væri hann bara einn af einhverjum 5-10 leikmönnum sem fá fría skó og mæta annað slagið í photoshoot fyrir Nike. Hjá Adidas er hann einn af tveimur aðalmönnunum.
Eitt sinn hélt ég að það væri heiðurinn að fá greitt fyrir að spila hina fögru íþrótt í bestu deild í heimi sem keyrði menn áfram... en það er orðið morgunljóst að Benjamin Franklin sálugi keyrir þessa deild áfram en ekki faðir körfuboltans, James Naismith.
Staðreyndin er hins vegar sú að Adidas eru nú þegar með skrilljóna-samning við Chicago Bulls leikmanninn Derrick Rose og hafa ekkert að gera við Dwight Howard í sama liði. Einhvers staðar las ég líka að það er termination-klausa í samningnum hans ef hann fer í eitthvað af hinum "Adidas liðunum".
Howard gæti tapað eitthvað á bilinu 3-10 milljónum dollara við að semja við Chicago. Maður hugsar þá, so what... Nike pikka hann upp áður en Adidas henda samningnum hans í tætarann. Jú, mögulega en þar væri hann bara einn af einhverjum 5-10 leikmönnum sem fá fría skó og mæta annað slagið í photoshoot fyrir Nike. Hjá Adidas er hann einn af tveimur aðalmönnunum.
Eitt sinn hélt ég að það væri heiðurinn að fá greitt fyrir að spila hina fögru íþrótt í bestu deild í heimi sem keyrði menn áfram... en það er orðið morgunljóst að Benjamin Franklin sálugi keyrir þessa deild áfram en ekki faðir körfuboltans, James Naismith.