Ég man ekki til þess að Kobe Bryant hafi nokkurn tíman opinberað það að hans eina markmið í lífinu sé að toppa körfuboltaferil Michael Jordan, þó óteljandi vísbendingar séu því til sönnunar - eins og að skipta númeri sínu í 24 (einu meira en MJ) og taka númer 10 í landsliðinu (einu meira en MJ). Ferlar þessarra leikmanna eru í aðalatriðum nánast þeir sömu fyrir utan einn NBA meistaratitil sem Jordan á yfir Kobe.Það er engu logið um það að það er mikill svipur með þessum leikmönnum en aldrei hef ég sætt mig við miklar samlíkingar á þeim... fyrr en nú þegar ég horfði á myndbandið hér að neðan. Myndband sem sýnir svo ekki verði um vafist að þessir leikmenn eru ekki bara svipaðir á blaði - heldur einnig inni á vellinum. Að horfa á þetta myndband er eins og að horfa á vel heppnaða endurgerð af kvikmynd. Skýrari mynd og betra hljóð... en myndefnið er NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA!
Eftir þetta er ég ekki í nokkrum vafa um að Kobe heldur lista yfir það sem hann á eftir að toppa MJ í og hann er með mynd af honum heima hjá sér sem hann segir daglega við: "I'm coming to get you!"