Undanfarin ár hafa ÍR-ingar spilað bara nokkuð góðan bolta og haldið í flest af bestu liðum deildarinnar.... í svona 20 mínútur. Alltaf virðast þeir mæta jafn dofnir og clueless í þriðja hluta í jöfnum leikjum, á meðan andstæðingarnir nota hálfleikinn til að kveikja upp baráttu og hungur til sigurs. Þannig var þetta í það minnsta í dag þegar ÍR-ingar létu Stjörnuna slá sig út úr Powerade bikarnum - í seinni hálfleik. Vissulega er Stjarnan með eitt besta lið deildarinnar og erfitt að sækja sigur í Ásgarðinn en þeir voru ekki að sýna sitt rétt andlit í fyrri hálfleik og Teitur hefur eflaust þrumað yfir sínum mönnum að pappíra á sér afturendann og fara að klára leikinn. Sem þeir gerðu - mjög örugglega.
"Seinni hálfleiks syndrómið" hefur loðað lengi við Breiðhyltingana og því til stuðnings eru myndirnar hér að neðan sem sýna þróun nokkurra jafnra leikja á þessu tímabili sem ÍR hefði hæglega getað unnið hefði ekki verið fyrir fyrrnefndan kvilla.
Stjarnan - ÍR (6. jan 2013)
Skallagrímur - ÍR (26. okt 2012)
Stjarnan - ÍR (9. nóv 2012)
ÍR - Fjölnir (6. des 2012)
Tindastóll - ÍR (13. des 2012)
Myndir frá Karfan.is og KKÍ