Þessu til stuðnings ætla ég að sýna ykkur nokkra tölfræðiþætti þessara leikmanna, leik fyrir leik, og sýna þá leitni sem hún sýnir.
Martin Hermannsson hefur sýnt gríðarlegar framfarin í vetur sést það vel á stigaskori og framlagi hans hér að neðan. Rauða línan sýnir leitni þessarra gilda og þau eru öll upp á við.
Ein eftirtektarverð breyting á leik Martins er fjöldi stoðsendinga sem vaxið hefur mikið eins og sést hér að neðan. En það segir ekki alla söguna. Ef skoðað er hlutfall stoðsendinga á móti töpuðum boltum (sem er góður mælikvarði á frammistöðu leikstjórnenda) sést að það hækkar sífellt.
Kristófer Acox hefur einnig sýnt miklar framfarir í vetur eins og sést hér að neðan stiga- og framlagstölfræði hans.
Það sem einna helst vekur athygli við þessa athugun er þróun í fjölda frákasta hjá honum milli leikja.
Það verður áhugavert að fylgjast með Martin, Kristófer og hinum KR-ingunum í vetur og spennandi að sjá hvort þeir standi undir þeim væntingum sem gerðar voru til þeirra í haust. Martin og Kristófer eru alla vega að leggja sitt af mörkum.