Sunday, January 13, 2013

KR-ingar leita upp á við



KR liðið hefur hægt og rólega verið að ná sér á strik eftir brösótta byrjun og hefur nú unnið fjóra leiki í röð, nú síðast nokkuð öruggur sigur á Fjölni. Eflaust hefur margt spilað inn í velgengni liðsins og ætla ég ekki að tíunda það frekar fyrir utan að nefna tvo leikmenn sem vaxið hefur ásmegin með hverjum leik sem líður í vetur, þá Martin Hermannsson og Kristófer Acox. Ég tel að áhrif leiks þeirra á með liðinu hafi haft ótvíræð áhrif á velgengni þess undanfarið.
Þessu til stuðnings ætla ég að sýna ykkur nokkra tölfræðiþætti þessara leikmanna, leik fyrir leik, og sýna þá leitni sem hún sýnir.

Martin Hermannsson hefur sýnt gríðarlegar framfarin í vetur sést það vel á stigaskori og framlagi hans hér að neðan. Rauða línan sýnir leitni þessarra gilda og þau eru öll upp á við.



Ein eftirtektarverð breyting á leik Martins er fjöldi stoðsendinga sem vaxið hefur mikið eins og sést hér að neðan.  En það segir ekki alla söguna. Ef skoðað er hlutfall stoðsendinga á móti töpuðum boltum (sem er góður mælikvarði á frammistöðu leikstjórnenda) sést að það hækkar sífellt.



Kristófer Acox hefur einnig sýnt miklar framfarir í vetur eins og sést hér að neðan stiga- og framlagstölfræði hans.



Það sem einna helst vekur athygli við þessa athugun er þróun í fjölda frákasta hjá honum milli leikja.


Það verður áhugavert að fylgjast með Martin, Kristófer og hinum KR-ingunum í vetur og spennandi að sjá hvort þeir standi undir þeim væntingum sem gerðar voru til þeirra í haust. Martin og Kristófer eru alla vega að leggja sitt af mörkum.